Friday, March 13, 2009

Gidion

Í gær fórum við Moli samferða Davíð upp á bókasafn eins og við gerum yfirleitt. Veðrið var gott og eins og venjulega hljóp Moli með hjólinu heim og másaði hann mikið vegna hitans. Við tókum því svo bara rólega heima en kíktum svo til Dýralæknis til að taka blóðprufu úr Mola og athuga hvort hann sé með hjartaorma (sem er mjög ólíklegt) til að hann geti fengið pillur gegn þeim. Þeir tóku blóðprufuna úr hálsinum á honum sem ég hef aldrei séð gert áður og ég fékk ekki að vera inni á meðan sem er mjög óþægilegt. Hann kom þó heill á húfi til baka og engin skjálti í honum svo þetta hefur ekki verið mjög hræðilegt. Við þurftum svo bara að bíða í nokkrar mínútur eftir niðurstöðu en á meðan kom dýralæknirinn með blað inn til mín þar sem hann hafði verið að lesa um Ísland og fanst svo áhugavert að tala við mig fyrsta og eina Íslendingin sem hann hefur hitt.
Nokkru seina kom dýra hjúkkan með þær niðurstöður að hann væri hjartaorma laus (en ekki hvað) og ég ætti að gefa honum eina töflu á mánaða fresti og þá ætti allt að vera í lagi. Við fengum svo líka flóa og tick fælu en það er svona efni sem þú setur á hnakkan á hunsinum það fer inn í húðina og þegar flær eða ticks bíta hann þá deyja þær samstundis. Það gildi líka í mánuð.
Um kvöldið kíktum við davíð á nýliða fund hjá Gidion hérna á Flórída. Við hittumst á Sam Seltzers Stakehouse sem er staður sem okkur hefur langað að prófa eingöngu vegna þess að það er altaf troðið fyrir utan hann alla daga. Því miður náði hann ekki að heilla okkur upp úr skónum og urðum við fyrir vonbryggðum með hann. Þegar við mættum inn tók á móti okkur fult herbergi að gömlu fólki. Við vorum by fare yngsta fólkið þarna inni. Þegar leið á kvöldið varð þetta samt bjartara því það mætti eitt par og annar ungur svo við vorum ekki alveg ein á báti. Við sátum á borði með yndislegum hjónum sem áttu alveg fáránlega mart sameiginlegt með okkur, tilviljun.... held ekki. Þau eiga þrjú börn, ein sonurinn er löfræðingur og prófesor við Stetson University sem Davíð notast við bókasafnið hjá, hin sonurinn er svo óperusöngvari Barretón og fanst mér það ekkert smá athygglisvert enda er hann að fara að syngja í New York á næstunni. Þau voru mikið hundafólk og töluðu mikið um hundana sína og þegtu til Tjúans og sögðu að þetta væru mikið klárir hundar enda á mamma mansin tjúa.
Þegar allt var á botnin hvolft þá var þetta alveg heljarinnar skemmtilegt kvöld. Davíð fór með fult af nafnspjöldum ef han skildi þurfa hjálp við eitthvað og bara ef við skildum vilja hitta fólkið aftur. Ég veit að á Laugardaginn er morgunverðar bænastund og ætlar Davíð að fara þangað ekki spurning.
En nóg um það nú fer að styttast í að hún Kristín mín komi og er ég alveg að springa úr spennu þetta á eftir að vera algjör draumur í dós þessir átta dagar sem hún verður hérna.
Við erum alveg á fullu með hjólin að snúast í hausnum hvaða skóla skal velja ég held að þetta sé fyrst og fremst á milli Californiu og New York (sorry Helga :S) en við ætlum ekki og þorum ekki að taka neinar ákvarðanir fyrr en við erum búin að fara til Washington og til New York og sjá skólana og aðstæður en góðu fréttirnar eru þó þær að það er hækt að finna ódýrt húsnæði í New York sem er ekki svo langt frá skólanum.

En nóg í bili, hafið það gott gott fólk

Kveðja Fjóla og Moli.
Ein að lokum af Mola en hann var að máta regngalla sem Aris á að fá sem Kristín vinkona sendi hingað í íbúðina okkar, algjört krútt ;D

4 comments:

Helga said...

Frábært að þið skylduð kynnast þessu fólki á Gideon fundinum :D Ég bið áfram að þið fáið visku og sannfæringu fyrir því sem þið eigið að velja varðandi skóla. Ef ÉG fengi að ráða væri það nú bara háskólinn í Osló sko :þ
Annars sögðu Kári og Lára að þau hefðu verið mjög heilluð af New York, sem þau áttu alls ekki von á.
Ég er annars flutt og er á haus í verkefnavinnu, búin að vera svakaleg törn og ég er bara á kafi og búin á því.
Guð blessi þig, styrki og leiði.
Love, Helga og Fróði sætilíus

Helga said...

P.S. Ég er búin að hafa samband við PETA varðandi myndina af Mola í stelpukápunni :þ

Anonymous said...

Moli alltaf jafn sætur :)
Ég get ekki beðið eftir því að koma :) Ég var að blogga ef þér langar að kikja ;)

Kristín

Davíð Örn said...

Hæ hæ! Ég hló mikið og hafði mikið gaman af PETA kommentinu! High five Helga :D