Saturday, March 28, 2009

Heimsókn til Fríðu og Styrmis

Á leiðinni heim frá New York stoppuðum við við hjá Fríðu og Styrm. Við fórum og skoðuðum skólan hans Styrmis og fórum svo út að borða á Out Back (classic). Við spjölluðum um þennan endalausa skóla hausverk og hvað þau væru að hugsa að gera eftir námið hjá Styrmi en hann klárar núna í maí. Hann er búin að sækja um í Maryland skilst mér og eitthvað heima held ég (vona að ég sé ekki að bulla) en þau eru ekkert rosaspennt að fara heim strax í kreppu og volæði. Við ræddum hvort þau kæmu ekki í heimsókn til okkar meðan við erum á Flórída og voru þau jákvæð fyrir því og vonumst við bara eftir að þau kíkji á okkur :D.
Þá er það næsta mál á dagskrá skólarnir. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun enþá en við erum að falla á tíma þannig að hún verður komin fyrir 1. apríl því þá er síðasti séns að láta vita. New York er ekki ofarlega núna þar sem við bara sjáum ekki fyrir okkur að við getum leikt sæmilega íbúð á viðráðanlegu verði og ég er alsekki spennt að búa þarna en það staðfestist endanlega fyrir mér þegar ég fór þangað (ég er engin borgar manneskja og þetta er líklega sú stærsta og rosalegasta í heiminum). Ég ætla ekki að stjá mig meir um þessi mál því ég bara hreinlega nenni ekki að hugsa þetta mikið meir eins og er.
En ég læt þetta duga þið fáið samt myndir eins og svo oft áður ;)
Kær kveðja Fjólam Davíð og Moli
Ég og Dóra Hrönn þeirra Fríðu og Styrmis en þarna erum við hjá Maryland skólanum hans Styrmis

Dóra Hrönn sæta

Styrmir og Davíð komnir á Out Back

Ég, Dóra og Fríða hressar á Out Back

Stefnir krúttí pútt ;)

Dóra dugleg að gefa Mola smá kjötbita sem ég tók með handa honum frá Out Back en hann var ekkert smá ánægður og glaður að fá smá kjöt ;9

1 comment:

Helga said...

Gaman að fá svona mikið blogg. Er alveg hræðilegur bloggari núna, en ég skal bæta úr því fljótlega. Ég skil svo vel að þú getir ekki hugsað þér að búa í New York, mér þætti ekki gott að vita af ykkur þar. Ég skal biðja fyrir þeirri ákvörðun sem þið þurfið að taka og að þið fáið sannfæringu fyrir og staðfestingu á því sem þið eigið að velja.
Knús frá mér og Fróða
P.S. ég sendi þér smá meil því ég gat ekki skrifað allt hér :)