Thursday, March 12, 2009

Dagurinn í dag

Ég fór samferða Davíð áleiðis upp á bókasafn og fékk Moli að hlaupa með hjólinu á leiðinni til baka. Við tókum okkur svo til (ég og Moli þar að segja) og fórum á hundaströndina góðu til að flatmaga í sólinni og hitta voffalinga og eigendur þeirra. Við vorum það heppin að hitta stelpu á svipuðum aldri og ég sem var með Dachshund blöndu og var Moli og ekkert smá hrifin af honum. Ég fékk svo að vita að stelpan heitir Dolche og hundurinn heitir því Gabbana eins og gleraugun mín ;) (frægt merki fyrir þá sem ekki fatta). Hún var mjög inndæl og sagðist vera hárgreiðslukona og ef mig vantaði klippingu þá ætti ég að tala við hana. Hún gaf mér númerið á stofunni sinni sen hún by the way tekur hundin sinn altaf með á og svo gaf hún mér númerið sitt. Hún stak jafnvel upp á því að ég reyndi að koma á laugardegi og taka Mola með svo við gætum farið á hundaströns sem er þar nálægt með hundana og leifa þeim að leika. Ég á nú eftir að sjá að ég þori að hafa samband en það gæti vel veriðað ég noti klippinguna sem afsökun þar sem ég þyrfti að fara í klippingu bráðum.
Annars er það í fréttum að ekkert gengur að ræða þessi skóla mál og verðum við bara pirraðari og pirraðari að reyna að finna út úr þessu. Ég satt að segja hef bara áhyggjur og er svo rugluð með hvað ég á að gera eða ekki gera, hvar ég á að byrja og ekki byrja o.s.fv. Við þurfum bæna hjálp það er alveg á hreinu og við sjálf þurfum að biðj fyrir þessu en við höfum ekki verið nógu dugleg að því sem er væntanlega ástæðan fyrir allri þessari frústeringu hérna. Málið er bara það að við Davíð hugsum svo allt öðruvísi þegar kemur að þessum skólamálum. Ég vil Californiu en samt vil ég að hann fari í besta skólan sem er í boði vandamálið er bara það að hann er í New York og ég á svo erfitt með að sjá mig fúnkera þar (ekki mikið borgarbarn í mér) og engin sem ég þekki úff það er erfitt.
En nóg um það ég hef það ekki lengra að sinni elska ykkur öll og gangi ykkur vel í öllu sem þið gerið.
Kv Fjóla og Moli foli

1 comment:

Dagný said...

Ég veit ekki hvort það hjálpi eitthvað eða bæti bara höfuðverk ofan á ákvörðunina.

En ég veit að ef ég væri að fara að flytja eitthvað þá myndi þetta fara mjög ofarlega á lista hjá mér.

Er góð kirkja á svæðinu.

Í LA eru þúsund kirkjur þannig að það yrði eiginlega bara að velja úr hvaða þið mynduð vilja fara í...

En í NYC eru nokkrar góðar líka.

En ég er að biðja fyrir ykkur og ég vona bara að Guð leiði ykkur í rétta átt, sama hvert þið farið.

Og mundu að þó svo að við viljum fara eitthvað þýðir ekki endilega að Guð vilji að við förum þangað.
Eins erfitt og það er að kyngja því.