Sunday, March 29, 2009

Skrítinn dagur

Í morgun vaknaði ég upp við rigningu og þrumur og eldingar. Þær voru ekki margar eldingarnar en nóg til þess. Það hafa komið helli dembur í nokkrar mínútur, léttur skúrir í nokkrar mínútur og þar frameftir götunum í nánast allan dag. Við afrekuðum þó að fara í kirkju sem var gott. Eftir krikju skelltum við okkur í Publix til að versla smá og engum bæði alveg óstjórnlega löngug ín pulsur þannig að keyfar voru tvenskonar tegundir að pulsum, nánast fitulausar kalkúnapulsur og léttar nautakjötspulsur. Við vorum þó sammála um það að þær náðu ekki íslenska pulsustaðlinum ;D. Eftir allt átið ákváðm við að taka því rólga og horfðum á Brothers Grimm sem við keyftum fyrir stuttu og var hún alveg hreint ágæt. Núna erum við bæði í tölvunni ég búin að vera í Sims sem við keyftum fyrir mig og Davíð að kinna sér samgönguleiðir í D.C og kosti UCLA og Georgtown.
Kristín vinkona er að koma eftir 15 daga og get ég hreint út sagt ekki beðið ég er að klára lista sem ég ætla að byðja hana um að taka með sér út en hún er svo æðisleg að nenna að taka fyrir okkur dót frá Íslandi. Ég er eins og þið vitið væntanlega alveg búin að skipuleggja dagana sem við höfum saman hérna og henni ætti ekki að gefast mikill tími til að leiðast það er alveg á herinu ;9.
Það sem ég er ekki búin að fara með Mola neitt út að labba í tvo daga er samviskubitið alveg að naga mig og held ég að ég verði að skella mér út með hann smá hring og reyni ef til vill að draga Davíð með okkur :D.
En nóg í bili endilega tjáið ykkur bara um hvað sem er ;D.
Kæer keðja Fjóla Dögg og Moli

6 comments:

Helga said...

Oh, ég þarf einmitt að fara að dröslast eitthvað með Fróða í labbitúr, ekki nógu dugleg :þ
En ég sendi þér meil á hotmailið þitt :D
Love,
Helga lata og Fróði

Anonymous said...

O hvað ég myndi vilja að við gætum farið með alla voffana saman í göngutúr :/ Soldið langt á milli haha
En ég get ekki beðið eftir því að koma út og knúsa ykkur bara 2 vikur ég er ekki að trúa því :D
En ég fer upp í sveit um páskana þannig það væri fínt að fá dótið kannski bara miðvikudaginn 9.apríl eða fyrir það :D

Kristín

Fjóla Dögg said...

ok ég læt mömmu og pabba vita að þau þurfa að láta þig fá dótið fyrir 9. apríl ekkert mál :D.

Halla Marie said...

en gaman að Kristín sé að koma til þín.

Anonymous said...

Sæl Fjóla.
Mikið er gaman að lesa það sem þú skrifar frá usa. Eru þið búin að velja skóla? Hvað ætlar þú að læra í usa? Ertu búin að ákveða þig?
Simmi kjötkarl.

Fjóla Dögg said...

Hæ hæ Simmi minn :D

Það er loksins búið að taka ákvörðun og við erum að fara til Georgtown Washington D.C höfuðborg Bandaríkjanna hvorki meira né minna. Ég ætla að taka dýra atferlisfræið sem fyrst (svona þegar peningarnir leifa það) en það er fjarnám frá skóla á Flórída. Ég tek svo hundaþjálfun fljótlega eftir það.
Núna er bara næsta skref að finna húsnæði en við stefnum á ða búa í Virgeníu fylki ;).
Heyri frá þér fljótlega kall ;)

Kv Fjóla