Dagurinn í dag var alveg æðislegur í alla staði.
Ég fór yfir tvær grúpur innan AKC Non-sporting og Houndes og náði þeim með glæsi brag en við eigum að búa til q-cards með öllum hundum samðigtum af AKC og læra þá utanað.
Ég fékk bara frábæra hunda til mín í dag, veðrið var frábært, ég fékk frábæran hádegismat og svona var dagurinn í heild sinni. Einhvernvegin er ég farin að fá það á tilfinninguna að Guð sé að passa uppá mig ;).
Í dag tók ég minn fyrsta "test dog" 25% hundinn minn (búin með 25% af náminu). Hann var Malteas og algjört gull í alla staði var ekki með neitt vesen og sleikti mig bara þegar ég klifti á honum klærnar. Prófið félst í því að klippa neglur, hreinsa eyru og reyta hár innanúr eyranu, greiða honum, baða, kreista endaþarmskyrtla og þurka. Ég fékk 100% og er ekkert smá sátt með það :D. Næsti hundur var alveg rosalega veikur Toy Poodel hundur með krabbmein :( 13 ára gamall. Hann var ekkert nema skinn og bein elsku litla stýrið þannig að ég reyndi að gera hann eins fínan og ég get og tókst það bara nokkuð vel. Seinasti hundurinn minn í dag var svo teecup Yorka gimp sem heitir Graise, sem görsamlega maid my day. Hún kom mér svo á óvart. þetta litla gimp sem gat ekki verið mikið þyngri en 1. kg stóð sig svona líka eins og hetja. Hún var með svo síðan feld og hún gekk á honum, fædurnar voru eins og örmjóar tréspítur sem gæt brotnað við minstu áreinslu samt var hún svo rosalega skemmtilegur karagter. Eins og ég sagði ég var alveg hissa hvað ég heillaðist að henni vegna þess að ég er svo á móti teecup hundum þar sem þetta eru ekkert nema afkvæmi lélegasta og rolulegasta hvolpsins í gotinu og svo er sá hundur paraður við annan svoleiðis hund. En þetta litla krútt átti mig alla ég gat ekki annað en hlegið að henni hvað hún var dugleg og skemmtileg. Stelpan sem vinnur í afgreiðslunni hefur oft passað hana og hún sagði að þegar hún fer með hana út að labba gengur hún á litla gangstéttar kanntinum eins og það sé bara hennar einka gangstétt og dettur aldrei af eða neitt ;).
Ég er núna komin heim og búin að fá mér TV dinner og ís og er sátt með lífið. Er að velta fyrir mér að rölta út á Blockbustervidios og legja mér mynd langar reyndar að fara í bíó líka en ég held ég láti það bíða þangað til á morgun.
Ég skellti inn nokrum myndum frá síðastliðnum dögum og skýringar með. Njótið vel og Guð blessi og varðveiti ykkur öll.
Þennan hund hefði ég viljað taka með heim. Hann minnti mig svo á Mola minn svo ljúfur og góður og æðislegur. Ég fór með hann aðeins út í sólina og settist niður með hann og hann lagðist bara í fangið mitt og naut veðurblíðunar
Þarna er hann fínn og flottur eftir bað með hálsklút en það er regla hér að allir hundar fara annaðhvort út með slaufur eða bendanas.
Þessi Shih Tzu strákir kom til mín á fimmtudag og fékk ég þann heiður að vera með hann. Hann var ekkert nema ljós og yndilsegur með eitt brúnt og eitt blátt auga.
Þetta er svo 25% test hundurinn minn. Þarna er ég búin að gera allt við hann og hann lagðist svona fínt í búrið sitt fyrir mynd.
Graise Yorka gimpið mitt. Ég hló allan tíman meðan ég baðaði hana vegna þess að hún var so lítil og aumkunnarverð eins og þið sjáið ;)
Þið getið kanski séð hvað hún er lítil á þessari mynd en meira en helmingurinn er handklæði
Þessi dásamlegi St. Bernards strákur kom í dag til að raka og snirta. Hann sofnaði bara þegar var verið að vinna að honum og stelpan sem baðaði hann átti fult í fangi vegna þess að hann vildi bara leggjast í baðið sem by the way ENGINN hundur gerir ENGINN þeir eru vanalega ekki sáttir með að vera bleyttir. Gamli stóri kall. Hann var svo stór að hann þurfti tvö snyrtiborð sem eru samt alveg nógu stór því rottar og stærri hundar komast vel fyrir á þeim.
Þessi dásamlega prinnsessa kom til okkar að leita að heimili. Ég gjörsamlega féll fyrir henni. Hún var svo ljúf og góð og yndilseg. Ef ég hefði getað hefði ég verulega hugsað það að taka hana heim. Enda sjáið þið þetta andlit COME ON!!!! Skapið í henni var alveg dásamlegt og ekki vantaði fegurðina.
Jæja gott fólk þetta er gott í dag. GÓÐA HELGI!!!!!!!!