Wednesday, April 30, 2008

Hvað hefur á daga mína dryfið

Ég er loksins farin að nota rakvélina mín að einhverju viti og gengur það mjög vel. Ég er núna búin að raka samtals tvo heila hunda annan Pitbull Chow Chow mix og hinn Labrador báðir alveg til í ða gefa manni endalausa kossa meðan á rakstrinum stóð. Í dag aftur á mótti fékk ég að raka minn fyrsta wanaby Poddle hund (sem leit meira út fyrir að vera Maltise poddle mix). É var nú samt bara með það sem kallast Mini groom sem þíðir andlit og fætur en þá raka ég andlitið og loppurnar. Það gekk bara mjög vel fyrir utan að hundspottið neitaði að vera kjurr þannig að einhvað sem hefði tekið 30-40 mín allt saman tók meira svona 1 og hálfan 2 tíma.
Við fengum svo í dag á stofuna St Bernards stelpu sem vakti mikla lukku enda algjör gullmoli. Tim sem byrjaði á sama tíma og ég tók hana að sér og ég held hann sjái ekki eftir því þrátt fyrir það að það sé mikil vinna að bursta, raka loppur og náræsvæði, klippa neglur, hreinsa eyru, baða og þurka.
En þrátt fyrir að bróðurparturinn af dýrunum sem koma inn til okkar séu hundar þá detta inn stöku kettir og í dag fengum við hvorki meira né minna NAGGRÍS!!!! Ég fékk nánast hláturskast þegar ég sá kvikindið. Það fyndna við það er að við gerum nákvæmlega það sama og ef hann væri hundur setur í bað, þurkaður og kliftur og fékk slaufu og allt :D. Fólkið sem á hann leifir honum bara að hlaupa um húsið eins og hundi þannig að það er kanski ekki skrítið að það mæti svo með dýrið hingað ;).
En ég læt þetta duga í bili ásamt nokkrum skemmtilegum myndum frá deginum í dag.


Þarna ar dúllan að gefa mer einn blautan eftir baðið hrein og fín
og þarna er svo saman erum við ekki alveg eins ;)


Þarna er svo verið að reyna að fá skvísuna upp á borð en hún var ekki alveg að nenna því

Þarna er svo naggrísin eftir bað ogtilbúin í klippingu eftir blástur

og komin með slaufu og skipt í miðju og ég vei ekki hvað :D

Sunday, April 27, 2008

Fult af myndum fyrir ykkur

Það var haldin útskrift fyrir 4 nemendur á föstudaginn og komu foreldrar einar stelpunar með þessa brjáluðu köku sem allir fengu að smakka á.

Kate sem var að útskrifast er að fara að flytja aftur i annað fylki þar sem er vetur og læti og fékk hundurinn hennar alveg algalla til að undirbúa hann. Þarna er verið að láta greyið máta fötin

Þarna erum við svo komin í Down Town Disney. Ég er að máta jamican hannt með músaeyrum

Þetta er Tim sem byrjaði á sama tíma og ég í náminu en er að taka Advanst þannig að hann er 900 klukkutíma en ég bara 300

Þetta er Cindy hún er löngu byrjuð en er líka að taka 9oo klukkutíma

Ég sá þennan og var að spá í að taka hann fyrir Mola en hætti við ;)

Verðeiginlega að kaupa mér þennan þar sem ég er ða fara að útskrifast 2008

You mess with me you mes with my oversized hands :D

Hauskúpa einhver?

Han Jhose kom og var með okkur restina af deginum. Þarna erum við öll fyrir utan matsölustaðin sem við fórum á

Það voru svo flottir stólar á barnum að ég og Tim urðum að prófa þá. Hann fékk að sitja á frosknum vegna þess að hann er svo mikill froska kall enda a hann nokkra

Ég að máta safary hatt ef ég skildi einhvertíman fara er ég ekki bara flott?

Flotti drikurinn hans Jhose en hann var svo góður að gefa mér glasið en það er gegjað ljós í botninum á því :D

Þarna er svo Jhose að bíða eftir matnum. En það má til gamans geta að hann er gay en hann leggur mikið upp úr því að allir viti það ;) það er gaman af honum.
Við pönntuðum okkur svo þennan rosalega eftirrétt en hann heitir Eldfjallið og er ROSALEGUR. Hann samanstendur af vanilluís, rjóma, brownys og fult af karmelu og súkkulaðisósu. Þetta var rosalega gott

Ég að byrja á fjallinu JJJAMMMMÍÍÍ!!!!!!
Jæja gott fólk hafið það gott og ég vil nota tækifærið og óska bestustu Helgunni minni innilega til hamingju með 24 ára afmælið.
Til hamingju Dúllan mín :D

Friday, April 25, 2008

Hjartað mitt kramið......

Vegna þessa hunds. Ég er gjörsamlega yfir mig sorgmæt yfir því að ég geti ekki tekið þennan hund að mér. Ég er búin að gráta sárt og hugsa fram og til baka í haustnum er einhver leið en það er engin. Hann er rescue dog og heitir Muffin man. Hann hefur verið í rescuinu frá því í febrúar og er öruglega ynndislegasti hundur sem ég hef hitt fyrir utan auðvita Guðs gjöfina hann Mola minn. Ef það væri einhver leið að ég gæti fengið hann þá myndi ég ekki hugsa mig um einu sinni. Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu áður. Ég finn að hann ætti ða vera min ef aðstæður væru aðrar. Ég veit ekki hvað Guð er að gera með mig núna en ef það er próf þá er það eitt af því erfiðasta sem ég hef gert að ganga í burtu frá þessum hundi það er gjörsamlega óbærilegt.

Samoyed, málverkið af Mola og númerið á bílinn

Í gær var erfiður dagur í skólanum.
Það komu til okkar tveir Samoyed hundar og fyrir ykkur sem ekki vita hvernig þeir eru þá eru þeir stórir hvítir hundar með sjúklega þykkan undir og yfir feld. Ég fékk þann heiður að fá að taka einn af þeim í gegn. Þvílík vinna. Það sem þurfti að gera var að byrja neðst á löbbunum með svona undirfelds greiðu og halda hárinu í hina áttina og mjaka sig svo bínulítið í einu upp og þetta erðir þú við allan hundinn. ALLAN HUNDINN getið þið ímyndað ykkur hvað það er mikil vinna? Ég var meira en hálfan dag með þennan eina hund. Bara að greiða í burtu allan aukafeldin tók mig 2-3 tíma. Þegar það var búið var ég samt ekki hálfnuð mðe hundspottið. Þá átti eftir að klippa neglur, raka hárin undir þófunum (sem var mjög mikið mál vegna þess að hún vildi ekki að ég væri neitt mikið að snerta á henni fæturnar), raka undir maganum og kringum rassaopið, hreinsa eyrun, baða og þurka. Þegar ég byrjaði að þurka gerðist nokkuð óhugsandi. Ég var komin vel á veg með að þurka hvíta fína hundin minn þegar hún KÚKAR á borðið hjá mér og það fljautandi niðurgang. Þið getið rétt ímyndað ykkur ég með HVÍTAN hund. Það endaði með því að ég þurfti að skola aftur á henni rassin og byrja að þurka upp á nýtt.
En nóg um það ég er búin að fá málverkið af Mola og er það alveg sjúklega flott núna er bara að fara að kaupa ramma sem allra allra fyrst svo ég geti hengt það upp. Ég hringdi enn og aftur í bílasölukallana mína vegna þess að en er ég ekki búin að fá neitt bílnúmer og á ég að fá sent í pósti bráðabyrgðarnúmer í dag vonandi en í seinastalagi á morgun og vona ég að svo verði annars er ég í vondum málum.
Að lokum fáið þið að sjá myndir af vandræðagemsanum og vona ég að þið njótið vel.

Þarna er mynd af skvísuni fyrir bað og alt svoleiðis og það má nú alveg sjá á henni að hún er ekki alveg skjanna hvít blessuninn

Þarna er önnur fyrir mynd og bara fyrri hluti hárreitingar fult rusl (næstum) og fult á gólfinu af hárum

Þarna er mín svo búin í baði og lítur mun betur út finnst ykkur ekki

og önnur eftir mynd allt annar hundur skal ég segja ykkur

Þarna er svo stóribróðir hennar fyrir bað og hann Tim sem byrjaði á sama tíma og ég er ða greiða honum en hann var smá stærri en mín og vældi stanslaust meðan mín sagði ekki orð allan tíman svo dugleg.

Wednesday, April 23, 2008

Dagurinn í dag

Dagurinn í dag var efiður en samt skemmtilegur.
Ég er farin að nota Clipperinn (rafmagns rakvélina) minn í skólanum við að raka í purtu hárin milli þófana og nára svæðið. Ég fékk fyrst til mín Lhasa Apso tík sem heitir Prinsess og var hún algjört æði. ég vann að henni frá kl rúmlega 9 til 11:50 og það er langur tími. Ástæðan fyrir þessari rosalegu lend var sú að hún var með svo mikið af mats eða hárflækjum sem ekki er hækt að greiða út og þar sem þetta er feldhundur sem á ekki að raka niður þá má ekki bara klippa flækjuna úr heldur þarf að skera hana út með sérstöku tæki og þá jafnast það út í feldinn. Næsti hundur var Shih Tzu strákur sem heitir Snickers og hann var jafnvel meira æði en Prinsess. Það var sama hvað ég togaði og rigti i hann hann bara lá á borðinu hjá mér og lét eins og þetta væri bara þægilegt. En þar sem hann er líka feldhundur sem á ekki að raka niður og eigandin hefur ekki verið nógu duglegur að greiða honum var ég einhvað álíka lengi með hann blessaðai. Eg var samt ekkert smá stolt af mér að hafa staðið mig svona vel enda litu hundarnir ekkert smá vel út eftir að ég var búin að taka þá í gegn. Það endaði svo með því að ég fékk einn bað og þurk hund semsagt 3 hundar á 8 tímum það er ekki neitt en þegar vinnan er svona mikil þá er það bara þannig.
Þegar ég kom svo heim beið mín miði um ða málverkið mitt bíði á bósthúsinu eftir mér þannig að ég verð að fá að fara fyrr á morgun til að ná í það áður en pósthúsið lokar. Ég skellti mér svo tvo hringi skokkandi og er að fara að koma mér í sturtu þar sem það var kvartað yfir því að ég ligtaði eins og blautur hundur þegar ég gekk inn ;). Maddi frændi er úti á leigu núna að finna einhverja skemmtilega spennumynd fyrir kvöldið og svo er hann að fara að elda ekkert smá duglegur ég lifi bara lúxus lífi hérna síðastliðna daga.

Kveð að sinni Fjóla

Maddi, Dagný og Jóhann frændi komin

Jæja í gær náði ég í litlu sætu fjölskylduna út á flugvöll og gekk það allt vel fyrir utan það að ég keyrið einhverja 14 km of langt og þurfti að snúa við á heimleiðinni en það gerði ekkert að sök. Éf fór svo í skólan í morgun eins og alltaf og þar var algjört hvolpa krútt einhverskona poodle blanda ég held Shih tzu og poodle.
Ég fór svo með Madda, Dagnýu og Jóhanni í smá verslinar leiðangur eftir skóla og út að borða á Ruby Tushday sem var rosa gaman. Jóhann er svo búin að vera að perla með mér og spjalla alveg á fulli og erum við orðin mjög góðir vinir ;).
Annars er ég að fara í próf nr 3 á morgun og er ekki alveg nógu vel undirbúin finnst mér :S.

Ég hef það ekki lengra í bili.

Kveðja Fjóla Dögg

Monday, April 21, 2008

Ok gott fólk

Ég var að byrja að sjá hvað væri til af góðum hundahótelum hérna í grend við Orlando og lenti á þessari síðu http://www.chateaupoochie.com/. Þið verðið að kíkja á þetta og fletta og skoða hana vel. Ég hef aldrei séð annað eins. Ég ætla rétt að vona að hundunum líði vel þarna segi ég nú bara ;).
Annars var ég að gera lista yfir staði sem mig langar að fara til einhverntíman yfir æfina.

1. Prince Edward Island
2. Egyptaland
3. Róm
4. Berlín
5. Milanó
6. Feneyjar (aftur og aftur og aftur...)
7. Bethlihem
8. Japan
9. Ástralía
10. París
11. Ferðast um Bandaríkin

Þetta er ekki endilega í réttri röð fyrir utan Prince Edward Island ég get ekki beðið að fara þangað en ég og davíð ætlum að fara þangað á næsta ári og hver veit nema Moli fái að koma með, ef ekki þá gistir hann bara á þessu lúxus hóteli hér að ofan ;).
Jæja ég ætla að fara að koma mér í bólið dagurinn byrjar snemma á morgun.

Sunday, April 20, 2008

Rignig :(

Ég er vöknuð til að gera mig til að fara út að skokka en nei nei það er grenjandi rigning.
Ég þarf þá líklega að fara út að skoka seinna í dag þar sem kirkja byrjar kl 10 og ég hef ekki mikin tíma ef það styttir ekki upp bráðlega.
Annars var ég búin að heyra af annari kirkju sem heitir Willlow Creek og var að spá í að fara þangað í dag en ég held ég bíði aðeins með það og fari kanski næsta sunnudag.
Annars hef ég það bara gott ætla að reyna að fara í sólina í dag ef hún kemur, taka til þar sem Maddi frændi, Dagný og Jóhann eru að koma á morgun, klára að búa til q-cards með köttum (en ég þarf að kunna þá líka utanað, aðeins erfiðara en hundarnir) og kaupa frímerki.
Annars fór ég í gær í Mall og keyfti mér jakka og tvo boli einn spari og hinn svona hverstags milli spari. En mér heyrist rigningin vera ða minka þannig að ég ætla ða skella mér í skokk gallan :D.

Guð blessi daginn ykkar í dag.

Kær kveðja Fjóla

Friday, April 18, 2008

Ég átti FRÁBÆRAN dag í dag :D :D :D

Dagurinn í dag var alveg æðislegur í alla staði.
Ég fór yfir tvær grúpur innan AKC Non-sporting og Houndes og náði þeim með glæsi brag en við eigum að búa til q-cards með öllum hundum samðigtum af AKC og læra þá utanað.
Ég fékk bara frábæra hunda til mín í dag, veðrið var frábært, ég fékk frábæran hádegismat og svona var dagurinn í heild sinni. Einhvernvegin er ég farin að fá það á tilfinninguna að Guð sé að passa uppá mig ;).
Í dag tók ég minn fyrsta "test dog" 25% hundinn minn (búin með 25% af náminu). Hann var Malteas og algjört gull í alla staði var ekki með neitt vesen og sleikti mig bara þegar ég klifti á honum klærnar. Prófið félst í því að klippa neglur, hreinsa eyru og reyta hár innanúr eyranu, greiða honum, baða, kreista endaþarmskyrtla og þurka. Ég fékk 100% og er ekkert smá sátt með það :D. Næsti hundur var alveg rosalega veikur Toy Poodel hundur með krabbmein :( 13 ára gamall. Hann var ekkert nema skinn og bein elsku litla stýrið þannig að ég reyndi að gera hann eins fínan og ég get og tókst það bara nokkuð vel. Seinasti hundurinn minn í dag var svo teecup Yorka gimp sem heitir Graise, sem görsamlega maid my day. Hún kom mér svo á óvart. þetta litla gimp sem gat ekki verið mikið þyngri en 1. kg stóð sig svona líka eins og hetja. Hún var með svo síðan feld og hún gekk á honum, fædurnar voru eins og örmjóar tréspítur sem gæt brotnað við minstu áreinslu samt var hún svo rosalega skemmtilegur karagter. Eins og ég sagði ég var alveg hissa hvað ég heillaðist að henni vegna þess að ég er svo á móti teecup hundum þar sem þetta eru ekkert nema afkvæmi lélegasta og rolulegasta hvolpsins í gotinu og svo er sá hundur paraður við annan svoleiðis hund. En þetta litla krútt átti mig alla ég gat ekki annað en hlegið að henni hvað hún var dugleg og skemmtileg. Stelpan sem vinnur í afgreiðslunni hefur oft passað hana og hún sagði að þegar hún fer með hana út að labba gengur hún á litla gangstéttar kanntinum eins og það sé bara hennar einka gangstétt og dettur aldrei af eða neitt ;).
Ég er núna komin heim og búin að fá mér TV dinner og ís og er sátt með lífið. Er að velta fyrir mér að rölta út á Blockbustervidios og legja mér mynd langar reyndar að fara í bíó líka en ég held ég láti það bíða þangað til á morgun.
Ég skellti inn nokrum myndum frá síðastliðnum dögum og skýringar með. Njótið vel og Guð blessi og varðveiti ykkur öll.

Þennan hund hefði ég viljað taka með heim. Hann minnti mig svo á Mola minn svo ljúfur og góður og æðislegur. Ég fór með hann aðeins út í sólina og settist niður með hann og hann lagðist bara í fangið mitt og naut veðurblíðunar

Þarna er hann fínn og flottur eftir bað með hálsklút en það er regla hér að allir hundar fara annaðhvort út með slaufur eða bendanas.

Þessi Shih Tzu strákir kom til mín á fimmtudag og fékk ég þann heiður að vera með hann. Hann var ekkert nema ljós og yndilsegur með eitt brúnt og eitt blátt auga.

Þetta er svo 25% test hundurinn minn. Þarna er ég búin að gera allt við hann og hann lagðist svona fínt í búrið sitt fyrir mynd.

Graise Yorka gimpið mitt. Ég hló allan tíman meðan ég baðaði hana vegna þess að hún var so lítil og aumkunnarverð eins og þið sjáið ;)

Þið getið kanski séð hvað hún er lítil á þessari mynd en meira en helmingurinn er handklæði

Þessi dásamlegi St. Bernards strákur kom í dag til að raka og snirta. Hann sofnaði bara þegar var verið að vinna að honum og stelpan sem baðaði hann átti fult í fangi vegna þess að hann vildi bara leggjast í baðið sem by the way ENGINN hundur gerir ENGINN þeir eru vanalega ekki sáttir með að vera bleyttir. Gamli stóri kall. Hann var svo stór að hann þurfti tvö snyrtiborð sem eru samt alveg nógu stór því rottar og stærri hundar komast vel fyrir á þeim.


Þessi dásamlega prinnsessa kom til okkar að leita að heimili. Ég gjörsamlega féll fyrir henni. Hún var svo ljúf og góð og yndilseg. Ef ég hefði getað hefði ég verulega hugsað það að taka hana heim. Enda sjáið þið þetta andlit COME ON!!!! Skapið í henni var alveg dásamlegt og ekki vantaði fegurðina.

Jæja gott fólk þetta er gott í dag. GÓÐA HELGI!!!!!!!!

Thursday, April 17, 2008

Jæja hvað finnst ykkur núna?

Ég er alveg rosalega ánægð með málverkið get bara ekkert sett útá þetta eða hvað finnst ykkur? Ég allavegana sé Mola minn í þessu málverki það er alveg á hreinu.

Kv Fjóla

Tuesday, April 15, 2008

Málverkið af Mola

Jæja gott fólk ég fékk senda í pósti mynd af Mola málverkinu sem ég var búin ða biðja málara hérna úti um ða mála handa mér. Ég er ekki alveg 100% ánægð enda er það ekki alveg full klárað og hann vill vera viss um að kaupandinn sé ánægður þessvegna sendir hann mynd af hálfkláruðu málverki svo hann geti breytt því.
Mig langaði að forvitnast hvað ykkur finnst. Ég set in málverka myndina og svo myndina sem hann fer eftir. Það sem mér finnst er það að ég er ekki alvegfarin að sjá Mola 100% í málverkinu. Það er einhvað sem er ekki rétt.
Endilega commentið á þetta.
Kveðja Fjóla

Monday, April 14, 2008

Pakki frá tengdapabba :D

Ég var ekki komin heim fyrr en tveim tímum eftir að skólinn var búinn hjá mér í dag þannig að ég var orðin vel þreitt og hungruð. Ég keyftir mér Pizzu og sallat og á hún eftir að vera í mat hjá mér næstu þrjá daga þetta var svo mikið.
Skólinn í dag var eftiður fékk alveg rosalega illa farið me ðhund en einn kennarinn sagði að hann væri bara alltaf úti í garði bundin við tré liggjandi í sínum eigin skít og drullu og vatni þegar rignir. Hún var nánst alveg hárlaus á maganum og afturendanm og hluta fótana útaf þessum aðstæðum alveg skelfilegt að sjá þetta. Enda vildi litla skinnið ekkert með mig hafa hún gjörsamlega skreið eftir gólfunum hún var svo hrædd. Ég þurfti að passa mig alveg rosalega að vera með hægar og blíðar hreifingar við hana. Ég veit að það var ástæða fyrir að ég fékk þennan hund í dag hún fékk mig til að hugsa aðeins öðruvísi.
Þegar ég komst svo loksis heim sá ég mér til mikillar gleði að ég var búin að fá pakka frá tengdapabba :D og póstkort frá honum líka. Þar stóð meðal annars:
Ég fíla mig í tætlur innanum allan þennan góða mat. Pabbi (Gizur afi) reyndar gekk út úr einum veitingastaðnum sem við fórum inn á en þar var hækt að kaupa ALLT, annað en venjulegt kjöt t.d.adamsepli, eggjastokka, þindarvöðva, maga, skeifugörn, ristil, þarma, æðar (frá mismunandi stöðum) o.m.fl
Ég hlóg upphátt þegar ég las þetta sé hann svo fyrir mér og gizur afa líka. Ég segi bara Sveinkibjörn að ég er sátt við pízzur og sallöt hérna í Ameríku ;).
í pakkanum voru svo sokkar en samt engir venjulegir sokkar.
Ég hef það ekki lengra í dag en vonast til að þið hafið það öll sem best og Guð veri með ykkur og með mér ;).

Kær kveðja Fjóla dögg og Fabio AKA Drama Queen

p.s ég fékk 100% á prófinu sem ég tók ;)

Sunday, April 13, 2008

Þá er maður orðin ein (fyrir utan Fabio)

Pabbi og mamma fóru í gær og keyrði ég þau út á flugvöll. Það er rosalega skrítið að vera hérna ein og ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það var erfitt fyrir mig að segja bless við þau í gær en allt gekk vel.
Á föstudaginn var mikið að gera eins og alltaf í skólanum og nóg að gera. Ég fékk að baða eins árs hvolp sem náði mér upp að mitti stór og myndarlegur strákur sem heitir Bruno, einnig baðaði ég litla, gamla, illafrna tík sem var að leita að heimili ég veit ekki söguna hennar. Ég hef enþá ekki lent í mjög erfiðum hundum að baða en þeir sem ég er ekki spenntust fyrir eru þeir sem reyna að bíta þig. Ég fann mína fyrstu tick á föstudaginn rosa spennandi og fáið þið að sjá hana hér á eftir. Ég er að fara að taka mín fyrstu próf í næstuviku eða á mánudag og fimmtudag. Einnig á ég að skila ritgerð um ticks í næstuviku líka en það er í lagi þar sem ég er eiginlega búin með hana. Annars á ég að hafa nægan tíma til að læra þar sem ég er bara ein og hef ekkert annað að gera en leiðast, horfa á sjónvarpið, lesa o.s.fv.
Ég er á leiðinni að fara út að skokka með nýja cowaninn minn svo er bara að gera sig til fyrir kirkju. Ætli ég kíki ekki á Sweet tomato á leiðinni heim og fái mér hádegismat.
En ég vona að alt gangi vel heima á Íslandi og hlakka ég til að heyra í ykkur öllum.

Kær kveðja Fjóla og Fabio

Þarna er Bruno kallin flottur finnst ykkuer ekki ;) með hanakamb og allt töffari.

Þetta er litla Ameríska Cocker Spanniel tíkin mín sem var svo skítug og illa farin. Eyrun á henni höfðu örugglega aldrei verið hreinsuð og svo var hún með tick :( elsku litla skinnið. En þarna er hún búi að fara í bað og leit mun betur út en hún gerði fyrir skal ég segja ykkur.

Þarna er svo tickið frekar stór og flott en hún er nú samt ekki búin að filla sig alveg því ticks festa sig á fórnarlambi sínu í viku ef þær eru ekki fjarlægðar svo detta þær af. Ticks 200 falda sig í stærð þegar þær sjúga blóð. Þið getið séð að þetta er fullvaxta tick þar sem hún er með 8 fætur en ekki 6. Ticks ganga í gegnum 5 stig eða fyrst eru þær egg, svo Larvae, svo, puba, svo nymph og á endanum fullorðin tick. Ticks þurfa ekki að borða nema 2-4 sinnum yfir æfina og verða allt að 4 ára gamlar sem mér finnst magnað.

og að lokum þá er þetta hún Sabarina sem er hálfgerður skólahundur þar sem einn af starfsmönnum skólans á hana. Þarna er ég og Gloria búin að vera að greiða henni, en það sem þarf að gera við svona poodle er að greiða henni með sliggerbusta fyrst og svo þegar það er búið verður þú að athuga hvort þú komist í gegnum feldin með greiðu annars þarf að gera hundinn allan betur. En þetta er allt saman gert fyrir bað.



Friday, April 11, 2008

Ég er orðinn baðari :D

Ég afrekaði það í dag að baða minn fyrsta og annan hund JJJEEEEIIIIII. Það var black og tan Dashound og hét hún Lola algjör mús. Ég stóð mig eins og hetja að klippa neglur, hreynsa eyru, baða, kreista endaþarmskyrla (gat það í ftrsta sem ekki margir ná að gera), og þurka. Þegar allt þetta var búið fékk hún svo slaugu um hálsin svo flott og fín stelpa. Næsti hundur var gamall labrador kall og var hann ekkert nema hið ljúfasta lamb og var nú ekki mikið að kippa sér upp við allt það sem ég var að gera. Það var þó mun meiri vinna ða baða hann enda ekki nema svona 20+ kg þyngri ;).
Bíllin er aftur komin af verkstæðinnu og var skipt um einhvað þéttingsdæmi hjá bensínlokinu eftir miklar pælingar og huksanri hvað gæti verið að. Við skulum vona að þetta haldi.
Ég ætla bara að skella ynn nokkrum myndum frá deginum í dag og bið svo bara að heylsa ykkur þar sem ég er að fara að horfa á CSI baby :D.


Þarna er litla skottið mitt hún Lola algjör mús
og þarna er hún með fínu slaufuna sína eftir baðið en allir hundarnr okkar fá slaufu eftir bað nema beðið sé um annað.

Þessi Poodel tík var alveg stór mögnuð. Hún stóða þarna í marga klukkutíma meðan verið vara að baða og blása og klippa og greiða og you name it hún gjörsamlega elskaði alla athygglina og var sko alveg til í að pósa fyrir mig

Þessu litlu Yorka gimp voru ða kabna úr sætleika og voru svo róleg og fín í búrinu sínu ekkert eins og flestir ofvirku Yorkarnir

Kær kveðja Fjóla og Fabio (sem er að komast í náðina hjá mér ;) hækt og rólega)

Thursday, April 10, 2008

Moli 3. ára í dag

Til hamingju með deginn elsku ástar engillin hennar mömmu sín. Ég vona að þú eigir góðan dag hjá afa og ömmu og þau dekri smá við þig ;).
Vertu góður og bestasti hundur í heimi áfram.
Kveðja Mamma sem saknar þín svo mikið.