Þá er það búið og Lukas kom út sem sigurvegari og held ég að það sé bara rétt val hjá Supernova þar sem hann fellur lang best inn í þennan hóp manna. Kvöldið í gær var sangjant varðandi það að Magni lenti í fjórða sæti, hann var frábært og er frábær en hann var ekki sá rétti fyrir Supernova. Þrátt fyrir það er ég með það nokkurvegin á hreinu að það kosningin hafi ekki farið eins og það var sýnt framá í gær þar að segja að Magni og Toby væru tveir neðstu og Dalana og Lukas væru efst allavegana ekki miðað við hvernig þetta hefur verið að fara í sýðustu tveimur þáttum og miðað við að við hérna heima jukum sms kosninguna (takið eftir sms kosninguna ekki að meðtöldu netinu) um 65%. Ég kem því með samsæriskenninguna um að Magni hafi veriðsettur í fjórða sætið til að geta losnað við hann sem fyrst vegna þess að hann hefði aldrei verið valin í hljómsveitina.
Ég hef fátt annað að segja en bara til hamingju til Magna að hafa komist svona langt og að mínu mati ert þú með lang bestu og sterkustu röddina en Lukas sigraði og ég óska honum því til hamingju með það.
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
dork.
Post a Comment