Monday, September 11, 2006

Fyrsti venjulegi dagurinn í skólanum í dag

Jæja þá er maður búin að fá smjör þefin af því hvernig þetta verður hjá manni í vetur. Ég fór nú reyndar bara í einn tíma þar sem kennarinn í Skandinafískri fornleifafræði var veikur en í staðin sit ég hérna á Hlöðunni og er að byrja lesa fyrir næstu viku. Það verður mjög mikið að gera hjá okkur Davíð í þessari viku sem er nú samt bara alveg ágætt. Við erum að flitja í 10 daga á Aflagrandan til að passa Benjamín og Guðlaugu. Jón Magnús á svo afmæli núna á miðvikudaginn og er okkur boðið í smá afmælis mat heima hjá skötuhjúunum. Það er líka komið að því að taka sig á í sambandi við mataræði og hreyfingu eftir sumar hámelsi og leti. Á sunnudaginn verður líka matarboð heima hjá Tinnu þannig að það vantar ekki að vikan verður alveg troðin þegar maður bætir því svo inn að maður þarf að vinna og læra líka.
Annars hef ég allt gott að segja fíla mig í fornleifafræðinni og hef það bara gott. En ég frétti núna um helgina ða hann Tommi minn hafi fengið fyrir hjartað og hafði verið fluttur í sjúkrabíl uppá spítala í London fyrir skömmu en það var útaf stressi. Ég segi því bara elsku Tommi minn viltu passa þig litli kall og við Davíð munum hafa þig í bænum okkar og biðjum þess að þú verðir í lagi og hægir aðeins á þér ;).

Ég kveð að sinni

Fjóla fornleifanörd

2 comments:

Jón Magnús said...

Oh hello friend. You are sitting next to me right now, but you probaby aren´t now if your reading this later. ok...um peace out GIIIRRRLLL!

Anonymous said...

frábært skvís að þú sért að fíla þig í fornleifafræðinni :o) og ég er ekki minna ánægð að þú sért að mæta á hlöðuna og hlaðast með mér víí ;o)