Í gær fórum við Marisa og hjálpuðum Greyhound rescue að taka á móti Greyhoundum sem voru að koma beint af hlaupabrautinni frá Mexico. Við hittumst heima hjá konu sem er í þessum hópi en húsið hennar og heimili er algjörlega lagt undir hundana :D. Þar sem við Marisa vorum þarna í fyrsta sinn fengum við að taka að okkur okkar eiginn hund fyrir daginn og okkar verkefni var að fara með hann á milli staða en hann þurfti að fara í bað, hreinsa eyrun, klippa neglurnar, fá sprautur og svo voru þeir settir í stutt próf þar sem athugað var hvort þeir væru í lagi með litlum hundum og köttum :D. Hundurinn sme ég fékk var hvít (að mestu) tík á sjötta ári (en svona hlaupa hundar eiga aldrei lengri ferilen 5 ár) þannig að hún hefir staðið sig vel á brautinni til að hafa enst svona lengi. Hún var mjög stór fyrir að vera tík og heljarinnar sterk. Ég naut þess í bortn að fá að taka þátt í þessu og er planið að fara og gera þetta aftur í mars þegar það koma fleiri hundar þá.
Það sem kom mér svo mikið á óvar var hversu rólegir og góðir þessir hundar voru. Það var ekkert verið að kvarta, eða væla þrátt fyrir að þeir hefðu aldrei farið í bað t.d. hvað þá séð lítinn hund eða kött þannig að nánast allt sem við heltum þeim útí þennan dag var nýtt.
En ég tók nokkrar myndir af heimilishundunum s.s þeir sem áttu heima þar sem við vorum seina meir leifi ég ykkur svo að sjá myndbörn sem ég tók :D.
Tveir af hundunum
Þessi var uppáhaldið okkar Marisu en hann heitir Max :D
Max ;D
Marisa og Max :D
Ég bið bara Guð að vera með ykkur eins og alltaf og takk fyrir mig :D
1 comment:
Þetta hljómar mjög áhugavert, gaman að myndunum líka :)
Ég er við tölvuna, vonandi næ ég í þig á eftir þegar þú vaknar :)
Knúsar
Post a Comment