Þá er komið að því, við leggjum afstað í útilegu ársins á morgun :D. Planið er að leggja afstað milli 6 og 7 um morguninn þar sem þetta er 6 klukkutíma keyrsla. Ég er búin að taka til allt sem hækt er að taka til akkúrat núna fyrir ferðina þannig að núna er bara komið að strákunum að byrja að huksa um að raða út í bíl.
Í gær fórum við Davíð alveg í ruglið og keyftum okkur aðra vindsæng, ein svefnpoka og tvo stóla til að taka með í ferðalagið :S en allt eitthvað sem á eftir að koma að góðum notum það er ég viss um.
Ég talaði loksins við hana Helgu mína í dag sem var eitthvað sem ég þurfti að fá að gera. Jón fór í símaviðtal við Google og virðist það hafa gengið bara vel :D. Marisa er í vinnunni en kemur heim eftir svona 1-2 tíma þannig að allt er að smella saman hérna hjá okkur.
Ég á ekki eftir að blogga neitt í allavegana 4 daga þar sem við erum í burtu en við erum með síma sem er líklegast hækt að ná í okkur í.
Ég sendi bara knúsa heim og bið Guð að vera með ykkur eins og allta ;D.
Fjóla og co
No comments:
Post a Comment