Wednesday, February 02, 2011

Death Valley here we come...

... ja eða eftir tvo daga ;D. Á föstudaginn leggjum við afstað til Death Valley og er ég orðin þó nokkuð spennt :D. Við Davíð leigðum Zipcar áðan og fórum að versla inn það sem vantaði fyrir útileguna og svo keyftum við okkur aðra vindsæng þar sem okkur vantar vindsæng fyrir ferðina :S. Þar sem hitinn á ekki að fara fyrir neðan 40°F þá höldum við að við náum að lifa það af að hafa enga svefnpoka bara fult af teppum og vera rosalega vel klædd ;D en við Davíð keyftum okkur vetlinga og húur svona til öryggis ;D.
Í klvöld ætlum við Davíð að bjóða Marisu og Jóni á Red Robin til heimurs pabba og Hlynsa ;D (þar sem þeir eru svo miklir aðdáendur).
En annars er fátt að frétta héðan nema það að Davíð er búinn að kaupa miðann heim en hann mætir á svæðið 1. mars og fer 30. mars en ég veit að hann vill ná að hitta sem flesta :D.
Annars sendi ég bara kveðju héðan og bið Guð að passa vel upp á ykkur :D

Mátti til að setja inn nokkrar myndir. Kettirnir elska að liggja í sólinni og helst ofaná einhverju ;D eins og sjá má

Tölvu kisa ;D

Moli aftur á móti elskar að liggja hjá einhverjum en þarna er hann að hjálpa Marisu að skipuleggja útileguna :D

Love you

2 comments:

Helga said...

Vonandi eigiði frábæra helgi í dauðadalnum (ok þessi setning hljómaði hálf furðulega :p)
Takk æðislega fyrir spjallið í dag, það var svo sannarlega orðið tímabært!
Þetta þurfum við að hafa fast einu sinni í viku! Held að Milli 9 og 2 á þínum tíma sé sá tími sem hentar best, þá er ég komin heim úr skólanum og þú vöknuð.
Bestustu kveðjur og knúsar frá Norge :)

Fjóla said...

Já sammála Helga það er líklegast besti tíminn til að spjalla og ekki spurning héðan í frá verður þetta vikulegt spjall eins og við vorum búnar að vera að gera þegar ég var í N.Y. :D.

Knúsar elsku dúlla og Guð veri með þér :D