Elsku besti Fróðinn okkar kvaddi þennan heim í dag :(.
Fróði var einn sá dásamlegasti hundur sem ég hef þekt. Hann og Moli voru bestustu vinir og leit Moli mikið upp til hans þrátt fyrir að hann vildi ráðskast með hann soldið þar sem hann var nú hálfu ári eldri.
Fróði snerti hjörtun hjá svo mörgum og mannalegri hund er ekki hækt að finna. Hann fékk mig til að brosa, hlæja og núna upp á síðkastið hef ég grátið mörgum tárum þar sem söknuðurinn á að missa hann er mikill.
Það er sárt að vita að félagarnir Moli og Fróði fá aldrei að hittast aftur og hlaupa um glaðir og frjálsir.
Ég á eftir að sakna þín mikið elsku Fróði minn.
Bestustu vinir
Fróði
Þú varst minn kærasti bestasti vin
sem mig hafði þorað að dreyma
Í hjarta mér áttu alltaf stað
Þér mun ég aldrei gleyma
sem mig hafði þorað að dreyma
Í hjarta mér áttu alltaf stað
Þér mun ég aldrei gleyma
Þinn Moli
1 comment:
Takk fyrir þessi Fallegu orð, Fjóla mín. Fróði var einstakur, ég sakna hans svo.
Knúsar,
Helga
Post a Comment