Tuesday, October 27, 2009

Fréttir!

Allt gengur mjög vel hjá okkur. Við stelpurnar höfum verið duglegar að versla og hef ég lokið við afmælis- og jólagjöfina hans davíðs og er það mikill léttir skal ég segja ykkur því hann er ekki sá auðveldasti að versla fyrir það er alveg á hreinu en ég vona svo sannarlega að hann verði ánægður með það sem ég hef fundið fyrir hann.
í dag höfum við tekið því rólega. Davíð er í skólanum núna og kemur heim milli 8 og 9 þannig að núna er smá tölvutími en ég tók mér líka langt og gott bað áðan með bókina mína og hafði það kósý.
Veðrið hefur verið blautt síðastliðna daga og hefur verið svona hálfgerð rigning í allan dag. En ég bið bara að þið eigið gott kvöld og góðan dag á morgun.
Guð blessi ykkur
Fjóla og co

1 comment:

Mamma og Pabbi! said...

Hæ Fjóla okkar! Geggjuð mynd hjá þér! Gaman að heyra að það gengur vel hjá ykkur. Til hamingju með gjafirnar hans Davíðs :-)
Elskum ykkur, kveðja MogP í B21.