Þá eru Linda og guðlaug búnar að vera hjá okkur í að verða þrjá daga og höfum við haft alveg rosalega mikið gaman af því að hafa þær hjá okkur. Það er mikið búið að versla, við erum búin að spila, föndra úr ull og guð má vita hvað.
Í dag fórum við í kirkjuna okkar (s.s þá sem er bara í 5 mínútna labbi fjarlægð) og var það alveg hreint frábært. Eftir samkomuna fórum við á IHOP og átum á okkur gat af omilettum, pönnugökum og Hashbrowns. Núna erum við í smá afslöppun heima, Davíð að læra, ég að blogga og Guðlaug að læra (eða var allavegana að því áðan) og Linda í símanum (eða var allavegana að því áðan líka ;D).
Á eftir ætla ég að skella mér í smá leikfimi áður en við fáum okkur kvöldmat en ég er búin að ákveða að búa til pízzu og hafa það bara kósý heima kanski spila og horfa á mynd jafnvel :D.
En hér koma myndir frá síðastliðnum dögum
Linda með flott move ;D
Tengdamamma og Davíð að boxa
Ég tók mynd af þessu tréi fyrr í mánuðinum og tók svo aðra í gær sem er hér fyrir neðan...
en laufin eru nær öll dottin af og búin að breyta alveg um lit. En gróðurinn hefur breyst mikið frá byrjun okt til loka okt og eins og Linda segði þá er ekki erfitt að átta sig á því hvaðan Halloween fær litina sýna
1 comment:
poo!!!
-Riss
Post a Comment