Sunday, October 04, 2009

Myndir frá dögum okkar Mola á Flórída

Jæja þá erum við Moli að vera búin með viku dvöl okkar hérna á Flórída en við förum heim á morgun. Ég er enþá með smá slím hósta og hnerrandi en þetta er vonandi allt að koma en ég er EKKI að fara að draga leikfimina lengur en þetta því nú er komin tími að taka sig á fyrir jólin :D.
En við Moli höfum haft það mjög gott hérna á Flóró (eins og alltaf). Hann fékk að hitta afa og ömmu og var mikil gleði hjá honum en jafnvel enþá meira hjá afa og ömmu ;D.
Við erum búin að vera dugleg að fara á ströndina góðu en afi kom með okkur í dag og hafði hann gaman af því held ég bara.
En ég hef það ekki lengra læt bara myndirnar tala fyrir restinni

Mér fannst þetta skilti athugglisvert einverstaðar þarna lengst upp í tré þar sem eru sko engir hundar...

Jæja þarna fór ég að hitta leikarana úr Filðlaranum á þakinu

og þarna er hópurinn sem kom en þetta er sá sem leikur Rabbínan, Havale, Motell og þriðja Gyðing frá vinstri (eins og hann kallaði sig sjálfur) ;D

Það var mikið flóð á ströndinni í dag en ruslatunnurnar eru alveg ofaní vatninu þannig að við þurftum að vaða alveg upp að mitti ;D. En þegar afi var að segja ömmu frá þessu sagði hann:
afi: Já við urðum að vaða sjóinn upp að mitti en Moli hélt á Fjólu þar til við komumst á þurt land ;D (hann skemmtilega mismælti sig)

Þarna eru svo allir (nema ég) Moli að taka á sprett :D

Sæti kall

Já hlaupa, hlaupa, hlaupa

Það er svo GAMAN mamma :D

Marglitta

Þessi brjálaða kónguló var alveg brjáluð rauð og flott

Sjá þessi augu rosalegt

úff...

Fugl í tré já eða Pálma tré ;D

Moli vafinn inn í handklæði tilbúinn að slappa af eftir frábæran dag á ströndinni

Takk fyrir okkur knúsar og Guð veri með ykkur :D

2 comments:

Anonymous said...

Alltaf gaman að sjá myndirnar þínar Fjóla :)
Bestu kveðjur til allra
A-7

Helga said...

Gaman að sjá myndir frá Flórída :D Vona þið hafið haft það gott. Fróði hefði sko verið alveg til í að taka sprettinn með Mola á ströndinni :D Þessi könguló var annars rosaleg, ætli hún sé eitruð úr því hún er í svona skærum lit???
Hér er búið að kólna og haustið gengið í garð. Jafnvel von á snjó á næstu vikum. María er farin heim, en það var rosa gaman að hafa hana í heimsókn. Ég tók eitthvað af myndum og ætla að setja þær inná bloggið mitt sem fyrst.
Knús og kærar kveðjur frá mér og Fróða