Þá eru afi og amma alveg við það að lenda í Sanford Flórída. Við áttum góðan dag á hundaströndinni hjá pabba og mömmu og er Moli alveg búinn á því en á eftir að fá gleði kast þegar hann hittir afa og ömmu eftir rúmlega 9 mánaða fjarveru.
En það er allt gott að frétta af mér og Mola og pabba og mömmu auðvita (nema það að þau eru alveg að fara heim til Íslands ;D).
Ég fór og hitti nokkra leikara úr Fiðlaranum á þakinu í gær en Topol mætti ekki (enda bara 5 úr leikritinu sem komu bara svona lítill hluti) en ég tók nokkrar myndir svona fyrir skrappið seinna meir ;D.
En ég hef þetta ekki lengra að sinni bið bara að heylsa ykkur og knús á ykkur ÖLL :D
Kveðja Fjóla og Moli
2 comments:
Biðjum voða vel að heilsa öllum :)
Knúsar
A7
Ég hélt ég hefði verið búin að kommenta, get svo svarið það! Nú er minnið greinilega farið að bregðast mér. En frábært að þú sért að fá afa og ömmu í heimsókn, bara stanslaus gestagangur, það er ekki leiðinlegt :D
Ég og María erum búnar að hafa það gott, erum að fara á bíó í kvöld og hafa það notó.
Knús og kærar kveðjur frá mér og Fróða
Post a Comment