Wednesday, September 30, 2009

VÁ, vá, vá, vá, vá,...

... VÁ, vá, vá, vá VÁ!!!!!!!!!!!! Ég er alveg í skýjunum og á ekki til eitt einasta orð yfir því hvað sýninginn í gær var mikill draumur fyrir mig :D. Topol 73 ára kallinn var gjörsamlega algjör SNILLINGUR!!!!!!!!!!!!!! Kallinn dansaði, söng og var enganvegin hækkt að sjá að kallinn væri eins gamall og hann er bara enganvegin. ROSALEGA var hann flottur :D. Á morgun er hækt að fara og hitta alla leikarana úr sýningunni og er ég að vonast alveg rosalega mikið til að pabbi og mamma nenni með mér svo ég geti fengið myndir af þeim öllum og kanski að vera svo heppin að fá mynd með kallinum ;D.
Ég er svo að fara aftur en við Davíð erum að undirbúa að kaupa miða seinna í dag á sýningu í Baltimor ;D. En hér koma tvær myndir sem ég náði að laumast til að taka á sýningunni en þær eru ekkert sérstakar en hér koma þær.

Þarna er Tevye að kveðja Hodel þegar hún er að fara að hitta manninn sinn í Síberíu

"If I were a rich man"

Njótið vel :D

2 comments:

Helga said...

Suss, var ekki stranglega bannað að taka myndir :p Gott þú varst ánægð með sýninguna, hef aldre séð þetta leikrit, en heyrt titilinn áður.
Kíktu endilega á bloggið mitt.
Knús, Helga og Fróði

Fjóla Dögg Halldórsdóttir said...

Ég er nokkuð viss um að þú hefðir mjög gaman af þessu leikriti en þetta fjallar um Gyðinga og raunir þeirra en Tevye (s.s Topol) er alltaf að tala við Guð og er svona með skemmtileg komment rosa gaman að honum