Annars höfum við Moli það gott fórum í smá hjóla/labbi túr og erum búin að finna leið þar sem við getum tekið hring í skógarleiðangrinum okkar en við fórum alltaf til baka en núna get ég farið í alveg allavegana eins og hálfs tíma göngu með honum sem er frábært. Ég er að undirbúa að sækja um að fara í hundafimi það er bara svmá vesen að skólinn er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá okkur og ef það er umferð (sem það er alltaf) þá erum við alveg að nálgast klukkutíma fram og til baka :S. En ég held samt að ég ákveði að fara þangað því mér líst vel á skólan.
En Davíð er í skólanum og kemur ekki heim fyrr en í fyrstalagi 9 í kvöld :S en ég er svo sem vön því ;D.
Jæja ég hef þetta ekki lengra en leifi ykkur að fá smá smjör þef af skrapp bókinni minni ;D.
Kær kveðja Fjóla og Moli
3 comments:
Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína Fjóla :)
Kv. íris
af gaman að vita að þú ert að kíkja ;)
kær kveðja Fjóla
Takk fyrir kvittið á blogginu minu:D og þessi æðislegur orð sem þú sagðir um mig:D
Mér finnst geggjað gaman að fylgjast með ykkur hérna og kíki reglulega inn þótt ég kvitti ekki alltaf!!
Geggjað flott skrapp bókin þín;)
Kveðja frá Finnlandi
Anna
Post a Comment