Við Moli röltum til dýra í morgun þar sem hann þurfit að fá meiri hjartaormalyf og dýri þurfti að fylla út blað um að Moli væri í góðu standi til að geta orðið Therapy hundur. Ég er gjörsamlega í skýjunum með þessa dýralæknastofu en hún er alveg jafn ef ekki betri en stelpurnar í Garðabænum. Það var karlmaður sem hjálpaði okkur og hann var svo ljúfur og góður og kyssí kyssí við Mola að það var alveg æðislegt. En því miður tók læknirinn sér langan og góðan tíma að skoða augun á Mola og hann sá að það er byrjað að myndast smá ský :( s.s Cataract. Mig langar að biðja ykkur að biðja fyrir því að hann verði ekki verri en hann er og að hann muni ekki missa sjónina elsku litli Gull Molinn hennar mömmu sín.
Ég fékk símhringingu áðan frá hundafimi skóla sem við Moli ætlum að fara í en konan sem stofnaði þennan skóla er hvorki meira né minna en Laurie Williams og hundurinn hennar Andrew úr Greatest American Dog :D gegjð spennó.
Annars er ég svona á dauðategjunum í veikindunum mínum. Ég er með mikið slím í hálsinum og er farin að hósta minna og hnerra meira alveg ferlegt hvað þetta ætlar að vera langlíft.
En Guð blessi ykkur þið eruð svo dásamleg og megið þið eiga frábæara daga framundan en ég er farin að skrappa :D
Kær kveðja Fjóla og Moli
5 comments:
Aumingja Moli...sendum honum mikið klapp og knúsa :)
Hlakka til að sjá skrappið þegar við komum. Varst þú búin að sjá skrapbókina sem SG fékk í afmælisgjöf frá Maju?
Knúsar á ykkur öll
A7
Líst vel á að þú sért byrjuð að skrappa. En ég bið fyrir Mola kallinum, að Guð megi hreinsa þetta Cataract úr augunum hans og þér að þú náir fullri heilsu.
Guð blessi ykkur Fjóla mín, væri gott að fá að heyra í þér fljótlega á skype (annað kvöld kannski?)
Knúsar og batnaðarkveðjur frá mér og Fróða
Já elsku Helga verum í bandi sem fyrst væri mjög gott að spjalla, já segjum annað kvöld :D
kv Fjóla og Moli
Hlakka til :) En vildi bara láta þig vita að ég var beðin um að vinna svo ég kem ekki heim fyrr en hálfníu, svo ég prófa bara að slá á þráðinn um níuleytið hjá mér, eða um þrjú leytið hjá þér.
Knús og kveðjur, Helga og Fróði
Æi elsku Moli vona svo sannarlega að þetta verði ekki verra :(
En það er notlega snilld að fara í skóla til hennar mér líkaði mjög vel við hana í þáttunum algjör dúlla og svo duglegur hundurinn hennar :D
Knús Kristín
Post a Comment