Tuesday, September 01, 2009

Hvað er að frétta

Jæja þá eru Básgeir farin og lífið hefur aftur sinn vana gang. Ég er loksins búin að fá mér líkamsræktarkort en ég fékk (að ég held) mjög góðan díl en ég borgaði $480 fyrir tveggja ára gort en innifalið í því er þjónusta einkaþjálfara, ráðleggingar til að hjálpa mér að búa til prógram og matarplan o.s.fv. Einnig er sána á staðnum auk þess er alveg rosalega góð líkamsræktar aðstaða.
Davíð minn var heima mest allan daginn í dag en hann fór fyrir stuttu upp í skóla og kemur ekki fyrr en eftir 10 (vonandi ekki mikið seinna en það). í gær kom Davíð ekki heim fyrr en hálf 1 :S. Hann var í skólanum til 10 og þá þarf ég að ná í hann á næstu metro stöð sem er samt í svolítilli farlægð frá okkur en það var eitthvað að teinunum í metronum hans þannig að allir þurftu að fara út og bíða eftir annari lest til að taka svo enn aðra lest þannig að ferðalagið tók 2 tíma :S. En hann komst heim á endanum og við Moli náðum í hann.
Ég er búin að vera myndarleg í dag en þar sem við davíð getum ekki borðað kvöldmat saman ákvað ég að baka bara pízzu í háteginu. Ég fór líka í leikfimi en var á fullu í 50 mínútur í bresnlu en í líkamsrætinni er soldið skemmtilegt hjól þar sem þú hefur skjá fyrir framan þig og þú getur stilt á nánast hvað sem er t.d. fjalla hjól og svo orfir þú á þig hjóla og þarft að stíra svo þú farir ekki útaf en ég var alveg búin eftir 20 mín (var búin að búla á öðru tæki í 30 mín) enda mikil og góð brensla.
Núna erum við Moli ný komin inn eftir smá hjól í kverfinu en Moli var að hlaupa með mér. Við ætlum bara að taka því rólega og horfa á Hell´s Kichen og bíða eftir Davíð.
Endilega ef þið getið, biðjið fyrir laugardeginum þegar við förum til ræktandans og að við meigum taka rétta ákvörðun.
Guð blessi ykkur og við söknum ykkar allra
Kær kveðja Fjóla og Moli

No comments: