Tuesday, September 08, 2009

Davíð í skólanum

Jæja Davíð er í skólanum og við Moli sitjum hérna heima og reynum að láta okkur ekki leiðast (en það á það til að vera mjög erfitt).
Ég er farin að hlakka til að fá tengdapabba og Benjamín í heimsókn og að vonandi hefur Davíð einhvern tíma til að hanga með okkur.
Ég er verulega farin að finna fyrir því að ég veð að finna einhvern hundagarð til að far með Mola í því ég verð fljótt þreitt á því að labba alltaf sama hringinn (þótt Moli sé alltaf jafn sáttur við það ;D).
Ég er að undirbúa kaup á flugmiða til Noregs á Eurovision en því miður er staðan þannig að ég missi af útskriftinni hans Davíðs mjög líklega :( sem mér finnst eki gaman. Kristín ætlar líka að fara til Noregs og verðum við þá allar þrjár vinkonurnar aftur saman LOKSINS :D.
Annars er ég bara að bíða eftir að Hell´s Kichen byrji en vonandi verður Davíð kominn heim fljótlega eftir að sá þáttur endar :D.
Annars er ég svona rólega að leita mér að vinnu er ekkert rosalega æst í þeim geiranum. En ég er nú þegar búin að sækja um þrjár en hef ekkert heyrt þannig að ég er ekki að sjá að neitt komi út úr því sem er allt í lagi ég held þá bara áfram.
Við davíð erum búin aðvera að huksa hvar við sjáum okkur eftir þetta ár en það er mjög erfitt að segja til um það. Við erum þó bæði að vonast eftir því að Davíð fái góða vinnu og við getum keyft okkur einbýlishús svo við þurfum ekki að vera á leigumarkaðnum mikið lengur en þetta ár. Þannig að þegar Davíð klárar skólann þá höfum við 3 mánuði til að finna vinnu og húsnæði, úff.
Við erum enþá að spá í að kaupa mótorhjól spurningin er bara hvað það má kosta en ég sé að við getum alveg fundið mjög fín hjól fyrir $3000. Núna þarf Davíð bara að taka prófið ef þetta á að gerast þá þarf að drífa í þessu.
Annars bið ég Guð ávalt að vera með ykkur og passa upp á ykkur og leiða ykkur áftam í lífinu.
Fjóla og Moli
p.s. myndin er af rósum sem Davíð gaf mér um daginn :D

3 comments:

Helga said...

Oh, ég hlakka svo til að fá ykkur báðar í heimsókn til mín! Það verður bara geggjað! Væri svo gaman að geta skypast aftur fljótlega. Það eru góðir tímar framundan hjá ykkur Davíð, það er ég sannfærð um. Verður spennandi að vita hvað Guð hefur planað fyrir ykkur.
Guð blessi þig Fjóla mín,
Knús frá mér og Fróða

Mamma og Pabbi! said...

Hæ, vá flottar rósir frá Davíð! Þetta verður örugglega frábært hjá ykkur vinkonunum í Norge, "Heja Norge". Fjóla mín það er um að gera að njóta stundanna sem maður hefur á hverju tímabili lífsins því það kemur aldrei aftur!
Kv.
B21in11010D

Anonymous said...

Já verðum endilega að fara að skypast :D

Knús Kristín