Þá eru þær komnar mæðgurnar. Davíð fór í morgun út á völl að nækja þær þar sem ekki hefði verið pláss í Fabíó Mola fyrir davíð, mig, Mola, tengdó, Guðlaugu, þrjár stórar ferðatöskur og eina handtösku. Við Moli tókum svo á móti þeim úti á svölum þar sem litla músin mín var ekkert smá spennt að fá þær í heimsókn og átti hann erfitt með að halda aftur af kátínu sinni ;).
Eftir að hafa tekið upp úr töskunum allan matinn (tvo hamborgarahryggi, tvo sláturkeppi fyrir Mola, harðfisk og tvær marmelaði krukkur) og allt nammið (en það var meðal annars 9 Nóa Sírius súkkulaðiplötur, allavegana 5-6 pakkar af marsipansúkkulaði, einn stóra on einn lítinn after 8 pakka, tvo tópas pakka, haribo hlaup, turkispepper, freyju mix, þrjá þrista poka o.s.fv) upp úr töskunum ásamt öðru dóti sem var komið með til okkar frá Íslandi þá var farið í hádegismat á Olivgarden, salat, súpu og brauðstangir.
Eftir matinn skutluðum við þeim í Potomac Mils en við Davíð fórum heim, Davíð að læra og ég fór í leikfimi stuttu eftir heimkomuna. Ég sóttu þær svo eftir fjögra klukkutíma versl en þá höfðu þær bara áorkað að fara í þrjár búðir.
Núna erum við heima búin að fá okkur smá kvöld mat og er Davíð að koma mæðgunum inn í Wii heiminn og gengur þeim alveg fáránlega vel í keilu miðað við fyrstu reynslu.
Við erum ekki búin að ákveða hvað skal gera á morgun en Davíð fer í skólann í fyrramálið þannig að kanski næ ég að plata þær með mér í labbitúr með Mola áður en við förum afstað í verslunarferð en svo er hundafimi um kvöldið.
Knúsar á ykkur öll :D
No comments:
Post a Comment