Thursday, October 15, 2009

Vetur að færast yfir

Jæja þá er maður farin að finna fyrir því að veturinn langast. Hér erum við komin á það stig að þurfa að byrja að hita íbúðina ef við viljum sleppa við að vera í úlpu innan dyra ;D.
Annars erum við bara búin að hanga inni í dag (fyrir utan að henda Mola út að pissa), ég að finna myndir fyrir næstu skrapbækur og pannta á netinu :D en ég er að fara að fá fult af skrapdóti og svo föndurdót jóla svo ég geti föndrað eins og brjálæðingur. Ég er samt komin á það stig núna að ég verði að standa upp rá tölvunni vegna þess að rassinn er orðinn aumur og ég orðin þreitt á að fara yfir allt mynda flóðið okkar.
Davíð er heima að læra en hann á að flytja verkefni á mánudaginn þannig að hann er á fullu að vinna í því. Moli er altaf jafn yndislegur liggur bara hjá pabba sínum og hefur það notarlegt.
Guð blessi ykkur og njótið það sem eftir er dags :D

3 comments:

Anonymous said...

Er komið húfu og vettlingaveður?
Kuldaskór?
Knúsar
A7

Fjóla Dögg said...

nei ekki alveg en það má alveg vera með hlýja yfirhöfn. En það á reyndar að hitna þegar þið komið þannig að góð peysa ætti að duga held ég en samt gott að hafa þá kanski klút í hálsinn

Anonymous said...

Gott að vita :) Hlökkum mikið til :):)
A7