Friday, October 16, 2009

Ein heima

Davíð minn er fainn í skólann að gera verkenfi með verkefnisfélaga sínum en hann þarf að flyja það á mánudaginn. Við Moli erum heima að reyna að láta okkur hitna en það er rigning og ekki nema sona ca. 5°C úti. Ég er verulega farin að finna fyrir því að mig vantar ullarsokka því tærnar á mér eru eins og frostpinnar :S. En í dag er kaldasti dagurinn hingað til en strax á morgun á að byra að hlína svo í kringum þann tíma sem Linda og Guðlaug koma þá eigum við að vera farin að sjá alveg 15-17 stiga hita þannig að þetta er ekkert rosalega svalt enþá ;D.
Ég er búin að vera að fara í gegnum allar myndirnar okkar Davíðs og finna til fyrir skrappbækurnar okkar og ég er komin með í allavegana fimm bækur.
En knúsar á ykkur.
Fjóla og Moli í kúru stuði

3 comments:

Helga said...

Svakalegur skrapp dugnaður er þetta!
Hér er annars komið frost á næturnar og hitinn á daginn um 7-8 gráður myndi ég giska á.
Knúsar frá mér og Fróða :d

Anonymous said...

Nú svo það er alls ekki svo slæmt á íslandi :) Þó það hafi komið snjór í nokkra daga í byrjun okt þá er mun hlýrra núna búið að vera alveg í nokkrar daga 2 stafa tölur í plús :D

Knús Kristín

Anonymous said...

Já en það er náttúrulega alveg logn hérna ;D.
En það á að battna núna og fara upp í tvær tölur á morgun eða hinn.
En njótið veðursins heima á Íslandi

Fjóla