Í dag erum við búin að vera hörku diugleg. Strákarnir fóru og keyftu 4 skápa (tvo dvd og cd skápa og tvo bókaskápa). Við erum svo búin að raða og fulla þá af bókum, cd og dvd diskum. Það er allt að smella saman hér þrátt fyrir að hér er engin kæling því hún er biluð og er hitin búin að fara hæðst upp í 102°F síðastliðna 2 daga þannig að allir eru að STIKNA. Við fengum bráðabyrgða ferða kælingu en hún er ekki alveg að ná að kæla mikið nema þar sem hún er stödd (inni í svefnherberginu okkar Davíðs).
Á morgun er svo D.C dagur þar sem pabbi og mamma verða tekin í alsherjar labb um Washington D.C. En þá koma myndirnar en þær eru duglegri að segja hvernig gengr í raun og veru hjá okkur ;D
jæja svona leit kælingin okkar út þar til maður kom og flikaði eitthvað upp á hana en því miður þurftum við að kalla á hann aftur en hún er enþá ekki í lagi þannig að VONANDI fáum við annan mann til að laga hana á morgun því þessi er ekki alveg í kælingageiranum
Ég að hjálpa til við að setja saman skápana
Moli að kúra en hann er líka að drepast úr hita og þá verður hann svo þreyttur
Narta var líka að kúra en hún var búin að troða sér svona sætt í hornið á búrinu sínu
Davíð minn duglegi að setja saman skápinn
Þarna eru svo skáparnir tilbúnir og uppsettir og fullir af dóti :D en þetta er s.s svefnherbergi 2 þar sem við komum fyrir tveggjasætasófanum og tölvuborðinu hans Davíðs
3 comments:
Frábært að fá að fylgjast með öllu. Þetta lítur mjög vel út :) Hlakka til að koma í heimsókn!!!
Knúsar
A7
Þessi íbúð lítur alveg svaka vel út. Frábært að hafa nóg pláss líka. Ég kannast við þetta með hitann, nema hér er enginn loftræsting til að gera við. Húsið sem ég bý í er eldgamalt svo þegar það er heitt úti er vægast sagt gufubað hérna uppi. Þá liggjum við Fróði á gólfinu með litla handviftu nokkra lítra af vatni.
Vona að þeim takist nú að laga loftræstinguna hjá ykkur fljótlega.
Í dag voru þrumur og eldingar hér og Fróði byrjaði að gráta og skjálfa hann var svo hræddur!
Knús og kveðjur frá mér og músinni
Skemmtilegar myndir. Þið eruð öll svo sæt og særstaklega Moli litla mús :)
Kær kveðja af Klakanum
Hildur Sif
Post a Comment