Tuesday, August 04, 2009

Jæja nú styttist og styttist...

...í flutning okkar til Virginiu. Við munum leggja afstað ELDSNEMMA á fimmtudagsmorguninn eða kl 4 am. Núna erum við að reyna að njóta síðustu dagana á Flórída og fara á ströndina, á Sonnys og í Disneygarða. Við fórum í Disney Hollywood studios með Cindy sem var með mér í hundasnyrtiskólanum og var það bara alveg hreint ágætt.
Í dag fórum við aftur á móti í smá verslunar ferð og náðum við að klára helling af jólagjöfum sem ég er alveg rosalega ánæðg með og gott að vera búin með eins mikið og við erum búin með.
Við fórum í tvær Kristilegar búðir og ætluðum alveg að sleppa okkur enda keyftum við Davíð okkur alveg klikaða mynd sem þið fáið að sjá seinna ;D.
En ég kem með nokkrar myndir eins og venjulega fyrir ykkur.
knúsar Fjóla og co

Ég og Cindy

Ég hjá einum af hringeggjuhestunum úr Mary Poppins

Davíð í Toy Story tæki að ýta RISA dominoskubbum

Davíð og Cindy undir Tonni af múrsteinum ;D

Við fórum á alveg hreint KLIKKAÐA bílasýningu. Þessir kallar sem voru þarna á ferð voru alveg hreint klikkað góðir ökumenn og höfðu sjúklega stjórn á bílunum

Þeir keyrðu á hlið

Það kviknaði í einum mótorhjólakallinum (allt planað samt)

og þá var komið að lokaatriðinu en þarna kemur HETJAN (á rauðabílnum) með svartanbíl á eftir sér niður rampinn...

og svo kom að loka stökkinu...

og BÚMM!!!!!!

Herby the Love Bug ;D

Þessi vél var sú vél sem var notuð þegar Walt Disney var alltaf að fljúga til Flórída þegar hann var að undirbúa bygginguna á Disney World

Ég og Cindy hjá hestvagni Ísdrottningarinnar úr Narnia

Cindy

Davíð Andres ;D

Ég sjóræningi ;D (mig langaði soldið í þennan hatt ;D svona fyrir Halloween)

Við öll hjá Mikka Mús

2 comments:

Anonymous said...

vá það er bara á morgun eða í nótt eiginlega sem þið flytjið gangi ykkur alveg rosalega vel og heyrumst sem fyrst :)

Knús Kristín

Helga said...

Vá, gaman að sjá myndir. Þetta hefur verið svakalegt bílashow sem þið sáuð. Hugsa til ykkar og bið að allt gangi vel með flutningana.
Knús og kveðjur frá mér og Fróða