Saturday, August 01, 2009

Jæja við erum flutt út :D

Þá erum við komin til Deltona í íbúðina hjá pabba og mömmu og erum rosalga fengin að vera búin að fyrsta hluta flutnings. Við erum svo rosalega þakklát að hafa pabba og mömmu hérna til að hjálpa okkur við hefðum ekki getað þetta án þeirra. Davíð og pabbi stóðu sig eins og hetjur í að flytja niður öll húsgögnin með smá hjálp frá okkur mömmu en við voru aftur á móti duglegar í að flytja niður box og kassa og þrífa og taka til það sem eftir var að gera í íbúðinni.
Moli átti soldið erfitt í gær þar sem hann hélt altaf að við værum að fara að skilja hann eftir og hann slepti ekki augunum af okkur allan tímann. Pabbi og mamma lögðu afstað til Deltona á undan okkur þar sem við Davíð biðum eftir konunni sem átti að fara yfir íbúðina okkar. Þegar konan var orðin 20 mín of sein þá fór Davíð niður á skrifstofu og lét sko vita ða hann væri ekki sáttur og viti menn hún hafði bara hreinlega gleymt okkur TÍBÍST! Hún kom þó í einum grænum og hljóp í gegnum íbúðina og sagði að við fengjum alla depositið okkar til baka :D sem er æðislegt eftir að það er búið að draga af okkur vatið sem við skuldum þá sendir hún okkur það sem eftir er af peningnum en það ætti að vera í kringum $700 sem er mjöööögg gott fyrir okkur að fá.
Jæja en nóg af því hér koma myndirnar

Það var fluga búin að búa sér til bú undir plaststólnum okkar úti á svölum

Pabbi vel sveittur að sína okkur búið undir stólnum

Við fótum á Shilas Steakhouse og var það skemmtileg lífsreinsla. Matseðillinn var t.d. svona eins og news letter sem var skemmtilegt að skoða

Drykkjarkönnurnar voru alveg eins og krukkur með haldfangi :D

og munnþurkurnar voru í alskona litum og vel munstraðar :D

pabbi tók þessa mynd en takið eftir myndinni af gömlukonunni hvað hún er með stór eyru ;D

fyrir matinn fengum við svona litla sorbetísa til að skola munninn af öllu bragði fyrir matinn mjög gott

jæja svona leit stofan út þegar var búið að plasta allt og allt tilbúið að fara út í stóra Penske trukkinn okkar

Þarna er svo pabbi eftir að við erum búin að fylla bílinn en hann er nú ekki lítill þessi elska en pabbi og mamma keyrðu hann til Deltona

Þarna erum við svo komin í íbúðina hérna í Deltona og var Moli alveg rosalega fengin og gat slappað af hjá pabba sínum

Moli með lítin hatt (s.s lokið af kanadíska bjórnum hans Davíðs)

Við fórum svo út að borða á Out Back steakhouse með Norsörunum sem var alveg hreint æðislegt góður matur og góður félagsskapur En ef við byrjum frá vinstri þá er það
mamma, Kirsten, Geir Inge, Agnes, Morten, ég og Davíð.
Góða skemmtun :D

3 comments:

Anonymous said...

Æðislegt að allt gekk svona vel :)

Knús Kristín

Helga said...

Frábært að vera búin með þetta! Hlakka til að sjá myndir af nýju íbúðinn i þegar þið eruð flutt þar inn.
Knús og saknaðarkveðjur frá mér og Fróða

Anonymous said...

Söknum þess að vera ekki með ykkur :( Sendum fullt af knúsum og kveðjum til ykkar allra!!!
A7