Þá er komin helgi. Pabbi og mamma fóru í gær og Bára og Ásgeir koma miðvikudagskvöldið 26. ágúst held ég alveg örugglega. Við fórum út í morgun að hjóla aðeins og skoða nánasta umkverfi t.d. Golds Gym sem er næsta líkasræktarstöðin hérna en ég er að spá í að skrá mig í hana en Davíð ætlar að notast við georgtown líkamsræktarstöðina þar sem hún er ókeyps og hann á örugglega eftir að eiða mest öllum sínum tíma þar og þá getur hann tekið sér líkasræktarpásur inn á milli tíma eða bókalesturs.
Moli er búin að vera eitthvað slappur í mallanum en við tókum hann í mall í gær en hann fór fljótt að skjálfa, kastaði smá upp í töskuna og strax og við fórum með hann út tók hann á skarið beinnt í grasið þar sem honum var orðið mjög mikið mál að gera númer 2 :S. Við ætlum bara ða gefa honum litla skamta og reyna að laga það þannig eins og við gerum alltaf það virkar best. Hann liggur núna við hliðina á mér sæll og sætur.
Við ætlum að fara núna í mallið okkar góða og kaupa leddara á Davíð ef hann er ekki seldur en pabbi hans og mamma ætla að gefa honum það í útskriptargjöf (við náðum að plata þau í það ;D). Við ætlum líka að kíkja og skoða Cosco sem er svipuð búð og B.J´s en þegar kortið okkar Davíðs rennur út þá viljum við vera viss hvort við eigum að halda áfram hjá B.J´s eða fara kanski yfir í Sams eða Cosco.
En elsku kallinn minn er farinn að sýna á sér fararsnið (tilbúinn að fara) þannig að ég segi bless í bili, en samt eitt að lokum við fáum rúmmið, kommóðuna og náttborðin á þriðjudaginn snemma þannig að þið fáið myndir fljótlega :D.
Knúsar Fjóla og fjölskylda
1 comment:
Hæ hæ. Við þökkum kærlega fyrir okkur, við erum mjög glöð með að vera með ykkur og hjá ykkur. Íbúðin er frábær og allt sem þið eigið er fallegt og passar vel hjá ykkur. Elskum ykkur!
Mamma og Pabbi í B21!
Post a Comment