Thursday, August 13, 2009

mamma og pabbi fara til Flóró á morgun :(

og hvernig eigum við að komast af án þeirra, þau hafa verið okkur svo mikið hjálp síðan þau komu og í gegnum allt flutningavesenið og sem félagskapur.
í dag fórum við í það stærsta og flottasta Mall sem ég hef nokkurntíman farið í samt sem áður bara á einni hæð. Ég veit að Linda, Sveinbjörn, Guðlaugmaría, Benjamín, Bára og Ásgeir eiga eftir að TAPA sér þar þegar við förum en þetta er nefnilega rosalega mikið outlet búðir s.s miklu ódýrara. Ég t.d. var næstumþví búin að kaupa mér Calvin Klein jakka (sé eftir því núna) sem átti að kosta $200 en var með 70% afslætti og kostaði því ekki nema $56 :D. Ég keyfti mér hinsvegar helling fjórar diskamottur gegjað töffaðar, peysu gegjaða, tvær bækur eina matreiðslu (kolvetnissnauður eftirréttir ;D) og eina með stuttum jólasögum (elska svoleiðis) og útidyramottu. Ég keyfti mér einig gegjaðan kjól og svo keyftum við Davíð okkur gegjaðan stand lampa fyrir stofuna :D.
Núna erum við mamma ný komnar úr smá labbitúr með Mola í kringum kverfið og erum að bíða eftir strákunum sem fóru út í búð að kaupa ljósaperur og eitthvað annað smotterí.
Bára mín og Ásgeir minn eru svo að fara að koma og heimsækja okkur og VÁ, VÁ, VÁ hvað okkur hlakkar til að fá þau og sína þeim okkar nánasta umhverfi sem er by the way ÞAKIÐ flestum þeim búðum sem þér getur dottið í hug að þú þurfir að hafa nálagt þér :D. Ég meina mallið sem við fórum í er með búðir eins og Burlington Cout Fagtory, T.J. Maxx, H&M, J.C Penny outlet, Kirkland, Calvin klein, Guess, Tommy Hilfiger, Banana Republic, bíóhús, Cosco o.s.fv.
Svo á morgun förum við með pabba og mömmu út á flugvöll en hann er svona í eins og hálfs tíma fjarlægð frá okkur en vélin fer ekki fyrr en um kvöldið held ég kl 10. Við ætlum samt að fara snemma afstað og nota tækifærið og skoða okkur um á leiðinni reyna að ná svo að borða á Cheesecake Fagtory í Maryland (því völlurinn er þar).
En ég hef það ekki lengra eins og er Guð blessi ykkur og vonandi gegnur allt vel hjá ykkur heima.
Kær kveðja Fjólus og co
p.s. Básgeir við getum ekki beiði að á ykkur :D

4 comments:

Helga said...

Vá, það hlýtur nú að vera svoldið hættulegt að hafa allar þessar búðir í kringum sig! Buddan fljót að tæmast!
Hafið það gott, vonandi njótiði morgundagsins saman.
Knús frá mér og Fróða

Anonymous said...

Vá hvað þú gerðir mig spennta Fjóla, ég hlakka sko sjúklega til! Hlakka til að koma og knúsa ykkur!

Kv. Bára

Fjóla Dögg said...

það verður svo gaman hjá okkur ég get ekki BEÐIÐ :D

Fjóla Dögg said...

það verður svo gaman hjá okkur ég get ekki BEÐIÐ :D