Ég ætla að byrja á því að óska Madda afa innilega til hamingju með 77 ára afmælið og bið ég að Guð megi gefa þér frábæran dag og blessa þig elsku bestasti afi.
Við fórum út að laug kl 9 í morgun og vorum þar í um klukkutíma. En eftir það var svo farið beint á hundaströndina og vá vá VÁ hvað Moli naut sín í botn. Við fórum svo og fengum okkur ís og röltum um í garðinum sem er alveg rétt hjá hverfinu þeirra pabba og mömmu rosalega kósý.
í kvöld er svo planað að fara og fá sér Sonny´s og hlakka ég mikið til þess.
Ó morgun er svo garðadagur en við förum í Disney Hollywood studios og vona ég að það verði alveg hreint frábært.
2 comments:
Æðislegar myndir einsog venjulega :) Rosalega fallegt í þessum garði líka.
Guð blessi þig Fjóla mín, sakna þín og hlakka til að heyra frá þér.
Knús frá mér og Fróða
Æðislegar myndir ekkert smá flott strönd :D
Kristín
Post a Comment