Thursday, July 30, 2009

Myndir frá síðastliðnum dögum :D

Jæja það er alveg komin tími á smá blogg héðan frá okkur á Flóró. Við erum að leggja síðustu drög að öllu hérna því á morgun förum við og náum í flutningabílinn okkar og við keyrum til Deltona í íbúðina þeirra pabba og mömmu þar sem við verðum þar til 6. ágúst en þá leggjum við eldsnemma afstað eða í kringum 4-5 um morgunninn úff það verður laaaangur dagur. Við ætlum svo að gista á leiðinni og þann 7. ágúst, á brúðkaupsafmælinu okkar Davíðs, þá förum við og hittum fólki í íbúðarkverfinu okkar og gistum þá nótt hjá Pelt fjölskyldunni.
En í dag verður alsherjar þrif það sem eftir er og pökkun það sem eftir er af henni svo allt verði meira og mina tilbúði á morgun þegar við náum í bílinn.
Jæja komið nóg af blaðri hér koma myndirnar :D

Moli sat svo stoltur helengi með plastið utanaf tannburstanum hennar mömmu og við náðum að smella einni mynd af honum ;D

Davíð minn duglegur að mála fæturnar á borðinu okkar en þær voru grænar en við vildum frekar hafa þær hvítar passaði betur ;D

Pabbi og mamma í wii og vá hvað það var gaman hjá þeim og okkur ;D. Þau eru þarna að boxa...

... og pabbi vann ;D

Annaðhvort er Moli búinn að minka heldur betur eða þá að Tópasinn heima á Íslandi hafi tekið verulegan vaxta kipp ;D

Við keyftum þessa köku en hún er ekkert meira en tvær litlar muffins kökur (íbréfinu og allt) og svo er bara búið að setja alveg ÓGEÐSLEGA MIKIÐ af kremi á þessar tvær muffinskökur. Þannig að þetta er deffinetely krem með smá köku

Þarna er hún Kirsten með Mola en við fengum Norsarana (eins og við kjósum að kalla þá) í heimsókn til okkar í gær.
Við sendum Geir Inge og Morten í Wiiið og þeir höfðu mikið gaman af.

Við fórum út að borða á Romanos Maccaroni grill og voru allir mjög sáttir við matinn og skemmtum okkur mjög vel en ef við byrjum á mér þá er það ég, Kirsten, mamma, pabbi, Geir Inge, Agnes og Morten (Davíð tók myndina)

Morten með ostaköku desertinn sinn en hann gat enganvegin klárað hana en hún var ógeðslega góð. Við Davíð fengum okkur Sorbei mjög góðan.
En þetta er nóg frá okkur í bili njótið vel dagsins og Guð belssi ykkur
Kv Fjóla og co

2 comments:

Anonymous said...

Sæl og blessuð Fjóla
Gaman að sjá myndirnar :) Ekki síst hvað Davíð er duglegur!
Knúsar og kveðjur
A7

jongunna said...

Uff hvað mig langar á Macaroni núna... kv. Jón Ó