Monday, July 13, 2009

Búin aðvera dugleg í dag...

... að pakka niður í box og töskur. Við keyftum í gær tvö 68 lítra box og vorum að pakka í þau núna fötum og bókum. Við settum líka í stæðstu ferðatöskuna okkar föt þannig ð fataskápurinn er farin að líta vel út (það er aðsegja hann er að verða tómur). Á morgun verur bíllinn tekinn í gegn að innan og utan en við keyftum allt sem þarf til þrifa á honum núna áðan svo hann á að verða glansandi fínn á morgun. líklegast kaupum við okkur 2-3 box í viðbótar og höldum áfram ð pakka eftir að bíllinn er orðinn hreinn.
Á morgun fáum við líka ða vita hvort pabbi og mamma ætla að koma og vera með okkur í flutningnum og get ég ekki beðið að vita hvort þau koma eða ekki (en ég vona auðvita að þau komi). Við munum þá líka panta flutningabílinn á morgun en við erum ekki búin að pannta hann vegna þess að það fer eftir því hvort pabbi og mamma koma hvort við þurfum að leigja vagn fyrir Fabio Mola eða ekki.
En nóg í bili það fer að koma tími á leikfimi en ég ætla að fá mér eitthvað smá snarl áður en við gerum það er alveg að farast úr hungri.
knís Fjóla og co

3 comments:

Helga said...

Ég hef verið að þrífa og pakka í dag líka, svo það hefur verið dugnaður á okkur báðum. Fer í fyrramálið. Vona að allt gangi vel.
Knús og kveðjur,
Helga og Fróði

Anonymous said...

Komin heim - Knúsar til ykkar allra :)
A7

Anonymous said...

Svo dugleg stollt af ykkur :)

Kristín