Tuesday, July 14, 2009

Pabbi og mamma eru að koma :D :D :D !!!!!!!!!!!!!!!!!

Jei jei jei við fáum pabba og mömmu til okkar að hjálpa okkur við flutninginn og vera hjá okkur fyrstuvikuna (eða fyrstu tvær ef ég fæ einhverju um það ráiðið) í Virginiu. Ég hlakka svo til að sýna þeim Washington D.C og leifa þeim að hitta vini okkar þarna úti að ég fæ bara akkúrat núna þegar ég er að skrifa þetta fiðring í magan :D. Núna þarf bara að plana hvenar við þurfum að leggja í hann til Virginiu og pannta bílinn og svo bara halda áfram að pakka og vera helst búin að öllu svoleiðis þegar pabbi og mamma koma. Það er svo markt sem er að fara að gerast hjá okkur þessa dagana og nó að skipuleggja Morten og fjölskyldan hans eru að koma 19. júlí og vonumst við til þess að hitta hann og fá hann til okkar í heimsókn í allavegana einn dag áður en pabbi og mamma koma. Við ætlum svo líka ða hitta Sindy vinkonu mína úr hundasnyrtináminu en ætli við reynum ekki að gera það eftir að við erum búin að flytja. Oh Moli verður svo glaður að fá pabba og mömmu enda ætlum við á klikkuðu hundaströndina allavegana 1-2 skipti þegar við erum búin að flytja.
En nóg með það við fórum og tókum bílin okkar hann Fabio Mola í gegn áðan og er hann núna nánast alveg eins og nýr það þyrfti bara aðeins að riksuga hann betur þar sem okkur vantaði meira klink í riksuguna. Núna ætlum við að taka okkur til og halda áfram að pakka en við erumbúin að pakka í 5 68 lítra box og svona 5-6 kassa.

En nóg í bili njótið myndana.
kveðja Fjóla og co


það var sko engin smá sápa sem gubbaðist út um þvittabustan og var bíllinn alveg eins og candyflos þegar ég var búin að sápa hann

Flotti Fabio Moli

Þá er maður bara orðinn hreinn og fínn ný þvegin, bónaður með massabóni og svo glansbóni, felgurnar tandurhreinar, riksugaður, afþurkaður og protectaður :D

Ég bjó til skonsur handa okkur Davíð í gær og við fengum okkur afgangana í dag í hádeginu. Davíð er með Jalapenjo æði og fékk sér á sína skonsu jalapenjo og ost :S... veistu nei takk.

1 comment:

Anonymous said...

vá flottur hann Fabio Moli :D En vá þettur hlítur að hafa verið sterkt hehe

Kristín