Í dag 1. apríl á Lilly amma mín afmæli. Við vildum bara óska henni ynnilega til hamingju með daginn og vonum að Guð gefi þér dýrlegan afmælisdag.
Knús frá litlu fjölskyldunni á Flórída
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá Sálm 37:5
Í dag 1. apríl á Lilly amma mín afmæli. Við vildum bara óska henni ynnilega til hamingju með daginn og vonum að Guð gefi þér dýrlegan afmælisdag.
Knús frá litlu fjölskyldunni á Flórída
Við erum á leið til Washington D.C höfuðborgar Bandaríkjana þar sem sjálfur Barrak Obama býr. Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem California togar fast í okkur þar sem bestustu Jón og Marisa munu líklega fara og Benjamín fer þangað í nám í maí. Við trúum því að Guð sé að kalla okkur til D.C og vonandi getum við gert eitthvað gott og við lært eitthvað nýtt til að þjóna honum þar. Við erum bæði með frið fyrir þessari ákvörðun enda bæði mjög hrifin af Virgeníu fylki en við munum líklegast finna okkur húsnæði þar svona aðeins fyrir utan D.C og Davíð tekur þá neðanjarðarlestina í skólann. Það gerir það líka ða verkum að það er auðveldara fyrir mig að finna vinnu því ekki er líklegt að ég fái vinnu í D.C sjálfri þar sem ég get tekið Mola minn með en það er stefnan að finna slíka vinnu.
Alveg í miðju menningarinnar
Við Moli fyrir utan Radio City þar sem mikið af fóðgri tónlist hefur verið tekin upp
Þetta sæta íkorna rasgat sat bara þarna og gláfti á okkur en Moli er alveg vitlaus í íkornana og á alveg erfitt með sig stundum ;)
Þetta tré hlaut þann heiður að vera fyrsta tréið sem Moli pissaði á í New York en þarna erum við komin í Central Park þar sem við tókum okkur góðan labbitúr
Moli var alveg veikur að fá að elta íkornana en þarna er hann að horfa á þá í gegnum girðinguna og var ekki sáttur að meiga ekki elta þá ;9
Við Moli hjá tjörn í Central Park
Davíð minn hjá Rocker Feller center með skautasvellið í bakgrunn
Þarna erum við aftur komin á Time Squer
Við sáum þennan furðulega bíl en hann vakti mikla athyggli enda mjög mikið örðuvísi
Þarna erum við Moli fyrir framan stæðsta bókasafn í Bandaríkjunum
Moli hjá öllum dómaraslopunum þegar Davíð var að dæma Jessup keppnina en hann var eini hundurinn sem fékk að hanga með öllum dómurunum og naut hann þess í botn.
Davíð tilbúinn að fara að dæma.
Moli í fínu töskunni sinni að hlusta á pabba sinn dæma.
Þarna erum við að rölta yfir að gamla húsinu til að fara að grilla smores. Davíð og Jillian, Bethany með Mola og svo Tracee.