Tuesday, March 31, 2009

Til hamingju með afmælið AMMA!!!!! :D

Í dag 1. apríl á Lilly amma mín afmæli. Við vildum bara óska henni ynnilega til hamingju með daginn og vonum að Guð gefi þér dýrlegan afmælisdag.

Knús frá litlu fjölskyldunni á Flórída

Myndir dagsins í dag

Það er ekki laust við að við séum farin að finna fyrir hækkandi hita. Ég var að koma úr labbi túr með Mola og vorum við bæði alveg að kafna og hugsuðum bara um eitt þegar við komum inn VAAAAATN!!!!!!!!!!
Í öðrum fréttum er það að í dag er þvotta dagur og ætlum við að fara í leikfimi meðan þvotturinn er að þvost ;). Davíð er annars bara að læra og ég er að undirbúa listan fyrir pabba og mömmu svo þau geti farið með dótið til Kristínar en nú fer að styttast í að hún komi :D.
En nóg um það hér koma myndirnar.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Þetta er kvöldið sem við davíð fengum okkur pulsur ummmm...

Moli að leika

Ég er búin að vera lengi á leiðinni að taka mynd af þesum Benjamín Fíkus því mér er alltaf mynisstæður Benjamín Fíkusinn okkar heima sem hafði einungis þrjú blöð og mjög ræfilslegur :S

Moli flotti að spóka sig í góða veðrinu, best að notfæra sér það meðan maður er hér ;)

Moli að reka fuglana í burtu ;9

Þarna er minn svo lakstur í skuggan undir tré og er að horfa á fugl uppi í trénu

eins og sjá má var mjöööög heitt fyrir lítin hund

Ákvörðun hefur verið tekin

Við erum á leið til Washington D.C höfuðborgar Bandaríkjana þar sem sjálfur Barrak Obama býr. Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem California togar fast í okkur þar sem bestustu Jón og Marisa munu líklega fara og Benjamín fer þangað í nám í maí. Við trúum því að Guð sé að kalla okkur til D.C og vonandi getum við gert eitthvað gott og við lært eitthvað nýtt til að þjóna honum þar. Við erum bæði með frið fyrir þessari ákvörðun enda bæði mjög hrifin af Virgeníu fylki en við munum líklegast finna okkur húsnæði þar svona aðeins fyrir utan D.C og Davíð tekur þá neðanjarðarlestina í skólann. Það gerir það líka ða verkum að það er auðveldara fyrir mig að finna vinnu því ekki er líklegt að ég fái vinnu í D.C sjálfri þar sem ég get tekið Mola minn með en það er stefnan að finna slíka vinnu.
En hérna er það gott fólk og vonumst við til að sjá ykkur öll í D.C sem allra allra fyrst.

Guð blessi ykkur og sakna ykkar allra meira en þið getið ímyndað ykkur.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Sunday, March 29, 2009

Skrítinn dagur

Í morgun vaknaði ég upp við rigningu og þrumur og eldingar. Þær voru ekki margar eldingarnar en nóg til þess. Það hafa komið helli dembur í nokkrar mínútur, léttur skúrir í nokkrar mínútur og þar frameftir götunum í nánast allan dag. Við afrekuðum þó að fara í kirkju sem var gott. Eftir krikju skelltum við okkur í Publix til að versla smá og engum bæði alveg óstjórnlega löngug ín pulsur þannig að keyfar voru tvenskonar tegundir að pulsum, nánast fitulausar kalkúnapulsur og léttar nautakjötspulsur. Við vorum þó sammála um það að þær náðu ekki íslenska pulsustaðlinum ;D. Eftir allt átið ákváðm við að taka því rólga og horfðum á Brothers Grimm sem við keyftum fyrir stuttu og var hún alveg hreint ágæt. Núna erum við bæði í tölvunni ég búin að vera í Sims sem við keyftum fyrir mig og Davíð að kinna sér samgönguleiðir í D.C og kosti UCLA og Georgtown.
Kristín vinkona er að koma eftir 15 daga og get ég hreint út sagt ekki beðið ég er að klára lista sem ég ætla að byðja hana um að taka með sér út en hún er svo æðisleg að nenna að taka fyrir okkur dót frá Íslandi. Ég er eins og þið vitið væntanlega alveg búin að skipuleggja dagana sem við höfum saman hérna og henni ætti ekki að gefast mikill tími til að leiðast það er alveg á herinu ;9.
Það sem ég er ekki búin að fara með Mola neitt út að labba í tvo daga er samviskubitið alveg að naga mig og held ég að ég verði að skella mér út með hann smá hring og reyni ef til vill að draga Davíð með okkur :D.
En nóg í bili endilega tjáið ykkur bara um hvað sem er ;D.
Kæer keðja Fjóla Dögg og Moli

Saturday, March 28, 2009

Heimsókn til Fríðu og Styrmis

Á leiðinni heim frá New York stoppuðum við við hjá Fríðu og Styrm. Við fórum og skoðuðum skólan hans Styrmis og fórum svo út að borða á Out Back (classic). Við spjölluðum um þennan endalausa skóla hausverk og hvað þau væru að hugsa að gera eftir námið hjá Styrmi en hann klárar núna í maí. Hann er búin að sækja um í Maryland skilst mér og eitthvað heima held ég (vona að ég sé ekki að bulla) en þau eru ekkert rosaspennt að fara heim strax í kreppu og volæði. Við ræddum hvort þau kæmu ekki í heimsókn til okkar meðan við erum á Flórída og voru þau jákvæð fyrir því og vonumst við bara eftir að þau kíkji á okkur :D.
Þá er það næsta mál á dagskrá skólarnir. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun enþá en við erum að falla á tíma þannig að hún verður komin fyrir 1. apríl því þá er síðasti séns að láta vita. New York er ekki ofarlega núna þar sem við bara sjáum ekki fyrir okkur að við getum leikt sæmilega íbúð á viðráðanlegu verði og ég er alsekki spennt að búa þarna en það staðfestist endanlega fyrir mér þegar ég fór þangað (ég er engin borgar manneskja og þetta er líklega sú stærsta og rosalegasta í heiminum). Ég ætla ekki að stjá mig meir um þessi mál því ég bara hreinlega nenni ekki að hugsa þetta mikið meir eins og er.
En ég læt þetta duga þið fáið samt myndir eins og svo oft áður ;)
Kær kveðja Fjólam Davíð og Moli
Ég og Dóra Hrönn þeirra Fríðu og Styrmis en þarna erum við hjá Maryland skólanum hans Styrmis

Dóra Hrönn sæta

Styrmir og Davíð komnir á Out Back

Ég, Dóra og Fríða hressar á Out Back

Stefnir krúttí pútt ;)

Dóra dugleg að gefa Mola smá kjötbita sem ég tók með handa honum frá Out Back en hann var ekkert smá ánægður og glaður að fá smá kjöt ;9

Friday, March 27, 2009

New York, New York

Þá er ég loksins búin að fara til hinnar frægu New York City. Davíð spurði mig hvort borgin vræi betri eða verri en ég var búin að ímynda mér í huganum og satt að segja er hún alveg eins og ég ímyndaði mér, of troðin, mengunarlykt, ekkert gras nema í Central park, læti og kraðak. Ég er samt mjög fegin að hafa farið þangað og sé ekki eftir því. Við tókum strædó frá hótelinu og gekk það vel. Þegar komið var til New York fórum við út af strædó stöðinni og enduðum fljótlega á Time squaer. Moli var mjög fljótur að venjast látunum og fanst ekkert smá gaman að labba um og finna nýja lykt og sjá nýja hluti sem var sko fult af.
Við skoðuðum skólan hans Davíðs eðaDavíð skoðaði hann þar sem við Moli máttum ekki fara með honum (eða Moli mátti ekki fara). Það var samt allt í lagi því Davíð fékk allavegana að skoða sig um og það er fyrir mestu. Við Moli fórum í hundagarð sem var bara rétt fyrir utan skólan á meðan og skemmti drengurinn sér konunglega eins og alltaf.
Þegar klukkan var rúmlega fimm byrjuðum við að labba til baka frá 11th street til 42nd street en það var úði alla leiðina en það hafði ekki of mikil áhrif á okkur þar sem við vorum með regnhlíf en Moli var gegnsósa en var sem betur fer í flotta vestinu sínu sem hjálpaði smá.
Núna erum við komin upp á hótel eftir langa leiðinlega strædóferð, búin að fá okkur kvöldmat sem var vel þeginn og erum að klára að horfa á Hell´s Kichen í sjónvarpinu. á morgun ætlum við svo að reyna ða skoða nokkrar íbúðir sem við höfðum fundið á netinu og sjá hvernig umhverfið er og svona til að sjá hvort við værum til í að búa hérna, við leggjum svo afstað líklega rétt eftir hádegi á morgun og ætlum að hitta Fríðu og Styrmi og borða með þeim kvöldmat og hlakka ég mikið til þess.
Núna erum vi öll alveg búin á því og förum líklega bráðum í háttin enda mikið sem þarf að gera á morgun líka.
En ég bið ykkur vel að lifa og Guð blessi ykkur öll.
Þreittar kveðjur Fjóla, Davíð og Moli

Við Moli á Time Squre

Alveg í miðju menningarinnar

Við Moli fyrir utan Radio City þar sem mikið af fóðgri tónlist hefur verið tekin upp

Þetta sæta íkorna rasgat sat bara þarna og gláfti á okkur en Moli er alveg vitlaus í íkornana og á alveg erfitt með sig stundum ;)

Þetta tré hlaut þann heiður að vera fyrsta tréið sem Moli pissaði á í New York en þarna erum við komin í Central Park þar sem við tókum okkur góðan labbitúr

Moli var alveg veikur að fá að elta íkornana en þarna er hann að horfa á þá í gegnum girðinguna og var ekki sáttur að meiga ekki elta þá ;9

Við Moli hjá tjörn í Central Park

Davíð minn hjá Rocker Feller center með skautasvellið í bakgrunn

Þarna erum við aftur komin á Time Squer

Við sáum þennan furðulega bíl en hann vakti mikla athyggli enda mjög mikið örðuvísi

Þarna erum við Moli fyrir framan stæðsta bókasafn í Bandaríkjunum

Ég hjá Empire State

Við Moli og ég komin með túrista bandið mitt en það var svo kalt að ég varð að fá mér eitthvað ;9

Þarna erum við Davíð að drepa tíman og fórum á Starbucks og fengum okkur heit kakó en það var vel þegið fyrir kalda kroppa

Ég að slappa af á Starbucks

Þarna er svo Moli að leika sér við voffa ling í hundagarði rétt fyrir utan NYU. Rosa gaman hjá honum

Þessi var líka í garðinum og var Moli mjög hrifinn eins og sjá má enda nenti hann að elta hann og leika ;D

Wednesday, March 25, 2009

Síðastliðnir dagar

We are here now at our hotel in New Jersey after a coupel of wonderful days with the Pelts. We loved every moment of our visit and had so much fun. We just whant to thank tem all for beeing so generous to us and loving to us. We love your family and hope the we will see you very soon and spend time with you guys. Thanks for everything :D.
Við erum komin á næsta áfangastað New Jersey á La Quinta hótelið góða. Við erum búin að eiga alveg hreint frábæra daga með Pelt fjölskyldunni en það er langt síðan ég skemmti mér svona vel. Fyrsta kvöldið fengum við ljúffengan mat sem Tracee bjó til og komu tvo önnur vinahjón í heimsókn. Eftir matin spiluðum við tvo mismunandi leiki og vann Davíð í bæði skiptin mjög síbíst en jason er mjög keppnis heitur þannig að það var gaman af því ;). Seina um kvöldið eftir að hin pörin voru farin spiluðum við wii en Jason fékk hana í afmælisgjöf frá fjölskyldunni og var þetta í fyrsta skipti sem við Davíð prófuðum þessa leikjartölvu og VÁ hvað þetta er skemmtilegt.
Á þriðjudaginn fór Davíð með Jason í vinnuna og var í dómsalnum nánast allan daginn og skemmti hann sér konunglega og ljómaði eins og sólin þegar hann kom heim. Við Tracee fórum og fengum okkur hádegismat á alveg frábærum stað sem bauð upp á smoothiea og wraps og vá hvað það var gott. Hún sýndi mér svo down town Fredriksburg og við röltum þar um með Jakson og Jillian. Eftir það náðum við svo í Betheny í skólan og fórum heim að undirbúa matin og komu strákarnir stuttu eftir það heim. Eftir kvöldmatinn sem var by the way sjúklega góður, steikur og rækjur ásamt bakaðri karteflu, þá fórum við upp að gamla húsinu þeirra (en það er ekkert hús til staðar núna þar sem það brann til grunna fyrir stuttu) og kveiktum varðeld og grilluðum öll saman Smores en það er þetta fræga kex, súkkulaði, marsmello, kex og vá vá hvað það var gott. Ég skemmti mér svo rosalega vel og ljómaði alveg eftir smores stundina.
Eftir að krakkarnir voru komin í háttin spjölluðum við við Jason og Tracee og tókum svo nokkra leiki í wii ;). Moli elskaði alla í Pelt fjölskyldunni og á eftir að sakna þeirra eins og við en vonandi getum við fengið að hitta þau sem fyrst aftur.
Ég verð að viðurkenna að ég er alveg kol fallin fyrir Virgeníu þetta er gull fallegt fylki og mikið um fallega náttúru sérstaklega þar sem Pelt fjölskyldan á hema því þau eru svona soldið út í útjarðinum og eru með skóg og fallegt í kringum sig.
Núna erum við bara að taka því rólega og hafa það gott á hótelinu áður en við förum og fáum okkur kvöldmat.
En nóg í bili hér koma myndirnar

Moli hjá öllum dómaraslopunum þegar Davíð var að dæma Jessup keppnina en hann var eini hundurinn sem fékk að hanga með öllum dómurunum og naut hann þess í botn.
Moli by the judge ropes.

Davíð tilbúinn að fara að dæma.
Davíð ready to judge.

Moli í fínu töskunni sinni að hlusta á pabba sinn dæma.
Moli sleeping while his dad judges

Litla sæta Jillian eða litla Jason eins og ég kís að kalla hana ;).
There is Jillian og Litle Jason like I like to call her ;).
Davíð að spila Wii.
Davíð playing wii.

Davíð og Jason að spila tennis ógó gaman ;).
Davíð and Jason playing tennis ;D.
Svona tré eru út um alla Virgeníu og vá hvað þau eru falleg í blóma.
This is part of why I love Virginia.
Moli að skemmta sér í göngutúr með mömmu sinni.
Moli loving his walk.

Gull fallegt.
Beautiful.
Sæti Moli.
Moli.

Þarna erum við að rölta yfir að gamla húsinu til að fara að grilla smores. Davíð og Jillian, Bethany með Mola og svo Tracee.
We on our way to grill smores, Davíð, Jillian, Bethany walking Moli and Tracee.

Ég, Moli og Bethany. Jason á bakvið að undirbúa smorse grillun :D.
Me, Moli and Bethany. Jason in thr back preparing for the smores.
Ég, Moli og Jillian sætasta barn í heimi :D.
Me, Moli and Jillian the cutest baby ever ;D.

Jason með allt tilbúið og þá er bara að byrja.
Jason with everything ready.

Já ég skemmti mér konunglega eins og þið getið séð á þessari mynd :D.
Yes I had a lot of fun as you can see ;).

Við fengum smá nágranna heimsókn til okkar þegar við byrjuðum sem var bara gaman. Þarna erum við öll að grilla á fullu.
There we are grilling like crazy ;D.
Ég tilbúin að fara að grilla :D.
Ready to grill ;D.

Tracee, Betany og Jackson tilbúnar að borða.
Tracee and Bethany having som smores ;).

Jason, Davíð og Moli.
Jillian sæta sæta krútt :D.
Jillian with here cracker.

Moli að kúra hjá Tracee an hann gjörsamlega elskaði alla í Pelt fjölskyldunni og skemmti sér svo vel.
Moli sleepeing and loving on Tracee but he loved everyone in the Pelt family.