Thursday, August 28, 2008

Spánn framundan

Þá er að koma að því, við förum til Spánar á morgun nánar tiltekið Malaca. Moli fer til Kristínar í kvöld þar sem við förum svo rosalega snemma í fyrramálið. Við erum ekki enn búin að finna út hver getur skutlað okkur en ég ætla að reyna að hringja aftur í afa og ömmu í Garðhúsi og sjá hvort þau geti hjálpað okkur. Við erum ekkert búin að pakka en gerum það í kvöld. Annars erum við að standa í algjöru veseni með bílin hjá pabba og mömmu en startarinn í honum er ekki í lagi þannig að hann er fastur á bílaplaninu hjá Nettó og ég er búin að hringja á Vöku og bíð eftir því að þeir komi og sæki hann. Það á eftir að kosta þó nokkra þúsundkalla en það verður bara að hafa það.
Jæja ég segi ekki meira í bili.

Kær kveðja Fjóla og Moli

4 comments:

Anonymous said...

Skemmtu þér vel á Spáni og hlakka til að sjá þig aftur =)
Moli hefur það svaka gott og biður að heilsa ;)

Kv. Kristín, Moli, Sóldís og Aris

Helga said...

Vona að þið Davíð njótið þess að vera á Spáni. Mínar hlýjustu kveðjur til ykkar.
Love,
Helga og Fróði

Anonymous said...

Gott ad heyra ad Mola lidi vel, enda bjost eg nu ekki vid odru. Allt gott ad fretta her, erum ad fara ad versla, skoda holl a morgun, sja hvernig olifuolia er buin til og svo a antonio banderas nokkra matsolusadi her, hver veit nema madur heilsi upp a kallinn.

kv. Fjola og David

Riss! said...

hey! do you want to make kleinur with me the wednesday after you get back?