Monday, August 11, 2008

Myndir eins og alltaf ;D

Jæja það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Ég er með hundunum alla daga og finnst það bara fínt. Ég ætla nú samt að fara að byrja að vinna eithvað í þessum atvinnu málum og sækja um í Garðheimum á morgun og athuga með Dýrabæ aftur. Annars er allt gott að frétta. Helga mín og Fróði minn eru farin til Noregs og sakna ég þeirra sárt strax. Ég vona að allt hafi gengið vel hjá þeim og vonast til að heyra frá þeim fljótlega.
Á fimmtudaginn er okkur svo boðið til Halldórs og Tinnu og verður það rosalegt stuð og hlakka ég mikið til þess. Um helgina er svo sumarbústaða ferð með Joni, Riss og Jóni Kristinni og hlakka ég mikið til þess enda allt of langt síðan við hengum saman. Voffarnir fá að fljóta með og ætlum við að vonast eftir góðu veðri svo við getum eitt löngum stundum úti.
Ég hef það ekki fleira en endilega njótið myndana frá Flórída og síðastliðnum dögum.
Davíð brendist eins og vanalega þegar við vorum úti en það er allt í góðu

Ég fékk draum minn uppfyltan ég keyfti mér hengirúm og ég er í skýunum ;D

Þarna eru við Davíð með Rob og Holly en Rob er sonur Mikes og Debbie vinafólks pabba og mömmu frá Canada

Mike og Debbie hress og kát

Við fórum á markaðinn með pabba og mömmu eina helgina og það kom þessi líka brjálaða rigning eins og sjá má á flóðinu á þessari mynd

Ó já gott fólk þarna er hann engin annar en Jesús Kristur

Jesús krossfestur

Jesús upprisin YYYEESSSS!!!!!!!!!!!!

Við röltum um í Down Town Disney og það var rosa gaman eins og sjá má

mamma og pabbi fór á kostum ;D
Við fórum á Reinforest Café með Norðmönnunum og var það algjört æði en þarna er mynd af Davíð með sinn rétt en hann panntaði sallat vegna þess að hann ætlaði að vera hollur og var ekkert svo svangur en nnneeeeeii Davíð fékk það stærsta sallat sem ég hef á æfinni séð. Davíð kom þá með þetta snildar comment "I thought that we were suppose to save the rainforest not EAT IT....."

Ég að leika mér á ströndinni ég kýs að kalla þessa Worship

Hlynsi Bróssi að setjast í fyrsta sinn aftur í Fabíó Mola Mustangin okkar en hann rak hausinn upp í þakið enda ekki mikið pláss afturí

Mér finnst þessi mynd dásamleg... hvað skildi hann vera að hugsa?

Moli fallegasti að slappa af hjá pabba sínum
Aris og Moli sinn á steini rosalega flott þessi

Við Davíð áttum 4 ára brúðkaupsafmæli á fimtudaginn 7. ágúst og fórum við út að borða á Hereford

Ég og Helga í Kolaportinu en við vorum þar um helgina að selja dót og reyna að græða pening ;D

Moli og Aris. Við fórum í göngu og hjólaferð í dag þar sem þau hlupu með hjólinu rosalega dugleg svo var langt lausahlaup

Moli á leiðinni heim úr sumarbústaða ferð með afa og ömmu sem við fórum í í dag þar sem hann hitti Onisuka og svo kom Aris náttúrulega með

1 comment:

Anonymous said...

Aedilsegar myndir greinilega alltaf nog ad gera :)

Kristin