Hvað skal gera þegar maður nennir ekki að gera það sem þarf að gera eins og taka til ganga frá og allan þann endalausa lista af verkum.
Ég sit núna á rassinum með tölvuna í fanginu, tvo sofandi sátta hunda við hlið mér og er að tala við Svanhvíti frænku alla leið frá Chile það er alveg magnað hvað þessar tölvur geta. Ég er búin að fara með voffana í rúmlega klukkutíma morgunlabb svo fór ég með þau út áðan á hjólinu að hlaupa til mömmu og pabba að ná í lyklana af bílnum þeirra því ég þarf að fá hann lánaðan. Þar hittu voffarnir Coco og Sól og voru það rosaleg fagnaðar læti allavegana hjá Mola.
Það góða er að Íslendingar voru að vinna sinn annan sigur á Ólempíuleikunum í handbolta á móti Þrjólverjum og er ég ekkert smá sátt við það. Helga mín hringdi í morgun og mikið rosalega var ég glöð að heyra frá henni. Allt gekk vel Fróði bara hress og ekkert að fatta að hann sé ekki á Íslandi, Helga þurfti ekki að spandera peningum í húsgögn þar sem hún fær alveg það sem hún þarf hjá vinkonu mömmu sinnar alveg óvænt þannig að hún er rosalega sátt. Íbúðin er bara rosalega fín þrátt fyrir að vera lítil en það er sosem allt í góðu þar sem hún er nú bara ein og Fróði sinn.
Davíð var að hringja rétt í þessu og láta mig vita að okkur sé boðið í mat til tengdó og ælta Guðlaug og Sveinbjörn að koma hingarð hjólandi og svo hjólum við öll saman upp í vesturbæ sem er alveg rosalega fínt þá getur Aris hlaupið smá og eitt þessari orku sem hún hefur.
Ég ætla ekki að hafa það lengra í þetta skiptið vona bara að þið hafið það gott og að þið skemmtið ykkur vel um helgina því ég veit að ég á eftir að gera það ;) í sumarbústað.
Fjóla, Moli og Aris
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment