Sunday, August 24, 2008

Kveðjupartý :D !!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eins og flestir vita erum við Davíð og Moli að fara á vit ævintýrana og flytja til Bandaríkjana núna í janúar á næsta ári. Þar sem við viljum ekki fara nema að fá að kveðja sem allra allra flesta ætlum við að hafa kveðjupartý. Við erum búin að panta sal en ég ætla ekkert að segja hvar hann er strax en dagsetninguna ætla ég að segja svo sem flestir geti tekið daginn frá. 30. desember afmælistadurinn hans Davíðs varð fyrir valinu, þetta verður því þannig einskonar kveðju afmælispartú þar sem við eigum bæði afmæli nálægt áramótunum (30. des og 5. jan). Við viljum að sem flestir komi en þetta verður auglýst síðar ekki örvænta.

Kær kveðja Fjóla, Davíð og Moli

Takið daginn frá :D !!!!!!!!!!!!

2 comments:

Riss! said...

be there or be square!

Helga said...

Ég er enginn kassi svo ég mæti :)