Tuesday, August 19, 2008

146 dagar....

Þangað til ég flyt út til Bandaríkjana. Ég fer þann 12. janúar með Mola en Davíð og tengdapabbi fara á afmælisdaginn minn 5. janúar. Ég er rólega að skipuleggja allt fyrir Mola sprautur og annað sem hann þarf að ganga í gegnum. Það er búið að pannta fyrir hann hundaæðisbóluefnið og ætla ég með hann einhverntíman í október. Við Davíð erum líka að skipuleggja kveðjupartý og erum við lang hrifnust af því að hafa það á afmælisdeginum hans Davíðs 30. desember og myndi þetta þá vera Kveðju afmælispartý fyrir okkur bæði. Erum búin að vera að velta fyrir okkur sölum þar sem við þurfum mikið pláss.
Ég ætla að fara að heimsækja Helgu nema einhvað hræðilegt komi uppá svo ég komist ekki en það yrði líklega í október. Ekkert enþá að heyra í sambandi við vinnu mál en ég bíð bara þolinmóð og vona að Guð komi með eitthvað mjög gott handa mér.
Ég ætla að fara að koma mér afstað með hundavitleysingana veit bara ekki alveg hvert ég á að fara með þá kanski að ég plati afa með mér í göngu hjá Búrfelsgjánni?

Jæja hef það ekki fleyra að sinni

Kær kveðja Fjóla, Moli og Aris

1 comment:

Helga said...

Heyrðu, verð ég að velja á milli kveðjuveislunnar ykkar og 55 ára afmælisins hans pabba! :Þ Haha, spurning hvort ég vel..... hmmm.... æ, pabbi gamli fær bara fína gjöf frá mér í sárabót.
Ég er að skoða soldið hvað við getum gert skemmtilegt meðan þú verður í heimsókn. Reyndar er nóg fyrir mig að fá bara þig og ég þarf enga skemmtun umfram það, en það væri stuð að fara á einhverja hundasýningu. Ég er að skoða þetta allt saman, en láttu mig vita áður en þú pantar hvaða dagsetningu, svo ég geti tékkað. Getur sent mér sms á 0047 91003866
Hlakka itl að hitta aftur á þig á msn :)