Tuesday, August 26, 2008

Húsdýragarðurinn

Ég fékk símhringingu í gær frá Húsdýragarðinum um starf sem ég sóti um þar. Um er að ræða helgarvinnu sem myndi nú samt ekki vera nema svona 3 dagar í mánuði en ég er alveg til í að taka það að mér sem aukavinnu ef ég get fengið að taka littla skotið mitt með. Ég á að fá hringingu frá dýrahirði í dag þar sem hann talar við mig um vinnuna.
Ég og Davíð erum að fara til tannsa í dag í Keflavík og vonandi gengur það bara vel engar skemmdir eða neitt ;).
Aris mín er farin heim til mömmu sinnar. Planið er samt að hittast í dag og fara út að labba með voffana áður en ég fer til tannsa. Í kvöld ætlum við Davíð og Moli að fara og hjálpa Chihuahua deildinni að safna peningum með því að tína rusl. Halldóra Reykdal ætlar að taka með sér hvolpaskot fyrir mig að skoða en við sjáum bara hvernig það fer.

Ég hef það ekki lengra bið bara að heylsa ykkur öllum

Kær kveðja Fjóla og Moli

1 comment:

Helga said...

Mér líst vel á þetta með húsdýragarðinn Fjóla mín. Gangi þér vel hjá tannsa og ég hlakka til að hitta þig á msn í kvöld vonandi :)
Knús á þig frá mér og Fróða x: