Wednesday, August 06, 2008

Komin heim og allt á fullu

Við Davíð komum heim á föstudaginn og erum búin að vera á fullu síðan þá. Við lögðum afstað á Kotmót strax á laugardaginn og vorum fram á sunnudag, Moli kom með. Aris hennar Kristínar vinkonu er í pössun hjá okkur og gengur allt vel þrátt fyrir smá væl síðastliðna nótt en ég ætla að giska á að það hafi verið vegna maga verks þar sem hún kastaði upp í búrið en þegar það var allt komið upp var hún lveg þögul til morguns. Henni og Mola koma bara vel saman þótt að Moli minn sé stundum ekki alveg með orkuna til að halda uppi við hana. Við fórum hjólandi upp í Vesturbæ í gær og voru báðir hundarnir í körfuni hjá mér alveg eins og kongur og drottning í ríki sínu, Aris fékk svo að hlaupa með hjólinu restina af leiðinni og hún var sko ekkert smá ánægð með það.
Jæja núna er bara að koma sér fyrir fyrir framan imban áður en ég fer út með hundana og slappa smá af. Svo er það bara að kíkja til Helgu og hjálpa henni við að pakka í kassa.

Kveð að sinni Fjóla, Moli og Aris

p.s. ég er búin að tína símanum mínum er að leita en er ekki búin að finna hann. Einnig á ég fult af myndum fyrir ykkur sem koma seinna.

4 comments:

Helga said...

Takk fyrir gönguna í dag. Ég myndi nú alveg þiggja heimsókn frá þér á morgun, þá verður sko pakkamania!!! Ég fer til Hafdísar um 10 leytið til að kveðja hana og kem svo aftur fyrir hádegi.
Ég er aftur komin á www.helgakolbeins.blogspot.com og hugsa ég haldi mig bara þar, komin með nóg af þessum flækingi.
Sé þig vonandi á morgun ;)

Helga said...

P.S. Ég get uppfært aðeins lúkkið á síðunni þinni ef þú vilt, þetta er orðið soldið lúið, sett Mola mynd þarna efst og svona ;)

Anonymous said...

Þau eiga afmæli í dag
Þau eiga afmæli í dag
Þau eiga afmæli Davíð og Fjóla
Þau eru 4. ára í dag!!!

Til hamingju með daginn Davíð og Fjóla =D

Knúsar frá Aflagranda 7

Helga said...

Til hamingju með Brúðkaupsafmælið!!!