Saturday, May 31, 2008

Ég er útskrifuð!!! :D

Jæja, ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga síðastliðna daga. Núna er svo komið að ég er að leggja af stað á morgun heim til Íslands ásamt tengdapabba- og mömmu, Guðlaug Maríu, Benjamín og Davíð. Ég útskrifaðist í dag með meðaleinkunn upp á 99 af 100 og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir yfirburðarárangur. Ég er rosalega sátt og rosa glöð með að hafa komið hingað og stundað nám við þennan frábæra skóla sem ég var í. Ég hlakka til að koma hingað í sumar og kíkja í heimsókn í skólann, því allir sem ég hef kynnst, kennarar og nemendur eru frábærir í alla staði. Ég er með fullt af myndum sem ég sé mér ekki fært að skella inn fyrr en ég kem heim til Íslands, en þið bíðið bara spennt eftir því ;).
Við fórum út að borða með Verði og Ester, forstöðuhjónunum okkar í Fíladelfíu heima. Við fórum á Romano's Macaroni and Grill, rosaskemmtilegan Ítalskan veitingastað, þar sem mottóið virðist vera, "if you can sing...you can serve", en allir þjónarnir eða a.m.k. margir þeirra virðast kunna þónokkuð mikið í klassískum óperusöng.
Það er skrýtin tilfinning að vita til þess að ég er loksins að fara að komast heim. Ég hef talað um það í skólanum en þá sagði Kristina, að "I was leaving one comfort zone to go into another" sem að er mjög satt, því mér hefur liðið mjög vel hér og hefur alltaf liðið eins og Flórída sé mitt annað heimili, og það hefur ekkert breyst.
Moli...loksins, loksins hitti ég Mola minn. Ég er búin að taka frá mánudaginn og verður hann tileinkaður Mola. Ég byrja svo að vinna í bakaríinu strax á þriðjudag, vinn alla næstu viku frá sjö til tvö, alla þar næstu viku frá eitt til hálf sjö og svo veit ég ekki hvernig framhaldið verður, en vonandi fæ ég morgunvaktir. Við Davíð, ætlum að vera dugleg að hjóla á hverjum morgni í vinnuna, til að losna við spikið ;) og spara bensínkostnaðinn...SÆLL! Eins og þið vitið, eigum við Davíð Mustang hérna úti, sem eyðir nú ekki litlu þessi elska, eða eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni myndi segja: "Hann er svangur...gefðu honum að borða". Við erum samt sem áður búin að reikna það út að það er ódýrara að fylla hann af bensíni, heldur en að fylla pínulitlu músina sem er heima, hann Trölla Angantýr. (það er ekki bara ódýrara heldur HELMINGI ódýrara!!!!) Gallonið hér, sem er um 4 lítrar, er rétt tæplega 4 dollarar, sem þýðir að líterinn er á um 75 kall! sem er meira en helmingi ódýrara heldur en líterinn heima á Fróni. Við sáum samt í fréttunum hér um daginn að gallon á bensíni í Noregi, er um 9 og hálfan dollar, sem er meira en okkar rúmir 8 dollarar á Íslandinu.
Jæja, núna er bara að fara að koma sér í rúmið, slappa af fyrir mikið ferðalag, aftur heim til Íslands og ykkar allra sem ég hef beðið eftir. Helga, við þurfum að skipuleggja Önnu í Grænuhlíð kvöld sem allra allra fyrst.

Guð blessi ykkur og varðveiti,
Fjóla Dögg, graduate 2008 of the Florida Institute of Animal Arts

7 comments:

Æsa said...

Innilega til hamingju með gráðuna, og ekki sýst fyrri þennan frábæra árangur! (veit að þetta hljómar mjög klisjulega en kemur frá hjartanu)

Anonymous said...

Til hamingju Fjóla, þetta er glæsilegur árangur, mátt vera mjög stolt af þér!

Helga said...

Hjartanlega til hamingju með þessa frábæru einkunn, Fjóla mín :D Get ekki beðið að fá þig heim :) Ég breytti vaktinni minni á sunnudag til að vera búin kl. 20 svo vonandi get ég hitt þig þá, þó ekki væri nema bara til að knúsa þig :)
Kveðjur, Helga og Fróði

Anonymous said...

congratulations sunshine! can't wait to see you! :)

-Marisa and Jon

Helga said...

Velkomin heim, Fjóla mín. Ég losna úr vinnunni um fimmleytið. Hlakka svo til að sjá þig :)

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá verð að fá að hitta þig í dag ertu laus i göngu um 17 eða seinna? :)

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Til hamingju elsku Fjóla og velkomin heim! :)