Sunday, May 04, 2008

Planet Smoothy

JJJAAAMMYYY það er eitt af því besta sem ég hef smakkað og er orðin endanlega huked. Ég gæti drukkið þetta daginn út og daginn inn. Smakkaði minn fyrsta á föstudaginn og það er ekkert aftur snúið. Ég komst svo að því að á miðvikudaginn akkúrat þegar ég er í fríi í skólanum er einhver svona sérstakur dagur þar sem að þu getur fengið einn ákveðin smoothy á 99 cent allan daginn. Sem þýðir bara eitt.... eða þrennt Morgunmatur= Smoothy, Hádegismatur= Smoothy og Kvöldmatur= Smoothy ;).
Það var mikið að gera í skólanum á föstudaginn. Ég tók mitt 5 próf og 50% test hundin minn og fékk ég 100% á báðu JEIIII!!! Við fengum inn til okkar 7 eða 8 Cockera til að raka og það er rosalega mikil vinna fyrir utan alla hina hundana sem komu inn þann daginn og við vorum 7 mans of fá. Ég fékk ein en og rakaði hann alveg niður en kláraði hann ekki vegna þess að ég þurfti tíma fyrir próf hundin minn sem var Yorki. Min hundur er sá sem konan í gula bolnum og fjólubláaslopnum heildur á. Annars er ég búin að skrifa breed report sem ég á að skila þegar ég er búin með 75% af náminu og er ég rosalega fegin að koma því frá, núna á bara hann Davíð minn eftir að fara yfir það og svo get ég skilað :D.
Á föstudaginn fann ég svo bestu DVD búð hingað til. Hún selur, kaupir og skiftir við þig á DVD diskum og er því með ódýrt og rosalega gott úrval. Ég var bara að rölta í rólegheitum með Smoothyinn minn þgar ég sá það já gott fólk það sem ég hef verið að leita eftir, draumur sem rættist....... Collegtor´s Edition af Önnu í grænuhlíð á DVD AAAAAHHHH!!!!!!!!!!! Ég trúði valla mínum eigin augum þarna er Annan mín og Gilbertinn minn beint fyrir framan mig og ég bara varð að kaupa þau. Þetta eru 5 diskar sem innihalda allar 3 myndirnar og margra klukkutíma aukaefni sem ég get ekki beðið að horfa á. Þegar ég fæ loksins að fara til Prince Edward Island verður það algjör draumur enda lít ég á það sem my Honymoone.
Ég náði líka að spjalla smá við Morten vin minn sem er frá Noregi á msn um daginn og komst að því að hann verður hérna úti akkúrat þegar við verðum hér sem er frábært því þá getum við gert einhvað skemmtilegt saman eins og að fara í garða og bíó o.s.fv.
Ég skellti mér svo í kirkju í dag eins og alltaf á sunnudögum og átti þar góða stund. Það var gestapredikari í dag svartur og alveg rosalega skemmtilegur. Hann talaði um Davíð og Golíat á alveg rosalega skemmtilegan hátt og hagaði sér svona alveg eins og alvöru svertingja pretikari ef þið vitið hvað ég á við. Var alltaf að peppa upp hvítingjana sem eru svo yfirvegaðir og vilja ekki láta bera mikið á sér ;).
Annars vil ég bara óska elsku Guðlaugu minni innilega til hamingju með að vera orðin "Blessuð" ;). Vonandi var alveg rosalega gaman hjá þér í dag, vildi að ég hefði verið þar.
Bless í bili Kv Fjóla Dögg og Fabio Moli

3 comments:

Anonymous said...

Vá þú ert bara alltaf með 100% :D

Kristín og voffarnir

Anonymous said...

Til hamingju með að hafa náð þessum prófum!
En mikið vildi ég fá þessa DVD diska. Mig dauðlangar í Önnu í Grænuhlíð. Þetta var, og er eitt af mínu uppáhalds! Get ég ekki fengið það bara skrifað hjá þér? ;)
En annars er allt gott að frétta héðan, og af mér. Mikið að gera núna í maí, eins og alltaf þegar skólakrakkarnir fara í próf. Svo eru líka allir útlendingar hættir nema 1 að ég held. Svo að það er mikið um að vera. Annað er nú ekki að frétta þar sem að ég hef ekki mikinn tíma eða orku í að gera eitthvað annað en að vinna þessa dagana.
Bið að heilsa í bili. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim aftur!!

Snærún

Helga said...

Anna í grænuhlíð??? Ég verð að kíkja á þetta með þér þegar þú kemur heim ;)