Monday, May 05, 2008

Cinco de Mayo, mini groom og 11 dagar í tengdu, BRS og GMS :D

Góður dagur í dag, Ég bjó mér til alveg sjúklega gott nesti, sallat með tómötum, papriku, avocado, mangó, brauðteningum, lauk og kjúkling mmmmm..... ég gjörsamlega hámaði þetta í mig með bestu list. Það er svo auðvelt að búa til nesti þegar úrvalið er gott. Ég gerði minn fyrsta hund frá byrjun til enda í dag semsagt baðaði, klifti og allt tilheyrandi og var ekkert smá stolt með árangurinn, þið fáið myndir kvíðið engu ;).
Í dag er Cinco de Mayo sem er svona hálfgerð afsökun til að drekka bjór og skemmta sér. Annars halda Mexicanar uppá þennan dag vegna þess að þeir unnu einhverja bardaga þennan dag veit ekki meir. Á leiðinni heim sá ég svo Mexicana með fult af uppstoppuðum hænum að auglýsa einhvað hjá veginum rosalega skemmtilegur ég tók myndir og myndband af honum.
Ég fékk mér svo Smoothy á leiðinni heim og er ekkert smá sorgmæt að ég sé búin með hann :(.
Annars er ég bara komin heim í afslappelsi og ætla ég að lesa og læra smá á eftir ásamt því að borða og horfa á immban. llt gengur vel og er maður farinn að finna á hitanum að það er að koma sumar hér því það er orðið vel heitt. Ég er samt alveg þokkalega vön því og er alltaf alklædd ;D. Ég fékk í póstinum í dag bækling frá Prince Edward Island sem éghafði beðið um og er ég ekkert smá glöð hann innheldur allt sem ég þarf að vita fyrir ferðina okkar Davíðs þangað á næsta ári :D.

Fyrir bað og alli greijer

Eftir... Er hún ekki ógeðslega flott hjá mér :D

Þessi litli Mexicni var í stuði við vegin að auglýsa einhvað rosalega gaman af honum :D
Bless í bili :D

10 comments:

Helga said...

Svaka flott klipping :)
Ég fékk kortið frá þér í dag Fjóla mín! Takk endalaust og sömuleiðis :)
Knús og kram, Helga og Fróði

Riss! said...

hahaha cinco de mayo. my dad asked if we celebrate it here, and when is aid no he was like "oh, thats weird" and then i had to remind him that the rest of the world does not celebrate Mexican holidays like the states. Love you dear. :)

Tomas said...

Þetta er bara eins og allt annar hundur!

Helga said...

Ég er loksins búin að blogga ;)

Anonymous said...

Vá þvílíkur munur á hundinum ekkert smá flottur :D

Kristín og voffarnir

Anonymous said...

Hvernig var í glænýja vatnagarðinum? úúúú nýr garður ég verð að skreppa í hann þegar ég fer út ;) hehe
kv Berglind

Fjóla Dögg said...

Ég er ekki búin að fara í hann fer næsta laugardag :D get ekki beðið ælta að næla mér í lit í leiðinni ;D.

Kv Fjóla

Anonymous said...

úúú lýst vel á þig :) væri til í að fá samá lit núna er alveg náhvít!! ;)
kv Berglind

Fjóla Dögg said...

Ég er komin með rosalega mikil far en það sem er mest creeby við þetta allt saman er það að ég var eins hvít og farið mitt er og við erum að tala um krít hvít :S

Fjóla

Anonymous said...

haha jamm þá veistu hvernig okkur líður hérna heima á klakanum ;) haha
kv Berglind