Thursday, May 22, 2008

Jæja mamma heimtar blogg og myndir og hér kemur það ;D


Í gær á afmælisdeginum hennar Guðlaugar hitti ég þau eftir skóla á Rainforest Café og á meða ég beið labbaði ég um Dow town Disney og fékk að smakka súkkulaði sem ég deildi svo með þessari flugu sem var hæst ánægð :D

Afmælis barnið hress og kát

Ég fékk líka svona flottan drykk í en flottara glasi mjög sát

Þarna sjáið þið Volcanoið okkar við vorum gjörsamlega sprungin eftir allt átið en ég fékk alveg rosalega góða kjúklinga vefju með barbiq sósu


Benjamín með topp eldfjallsins

Ég fékk þann heiður að fá að raka þennan fallega Keeshund í dag. Hún heitir Dixi og er algjör fjörkálfur. Hér er hún semsagt fyrir

og hér er hún eftir. Yfir leitt finnst mér sorglegt að sjá hundana svona alsbera og asnalega en í þessu tilviki fanst mér það ekki ar sem hún er með slæma húð sem þarf að ná að anda. Svo er hún bara svo sæt fyrir <;)

Dagurinn hélt áfram og ég gerði eitt af því tilgangslausara sem ég hef nokkruntíman gert en það var að raka niður með blaði nr 10 (sem er mjög stutt) snögghærðan Chihuahua hund. En hann leit samt vel út algjör dúlla. Það er alveg merkilegt hvað ég hef miklmeiri þolinmæði fyrir Chihuahua hundum heldur en öðrum ekki það að ég sé einhvað pirruð út í alla aðra það bara sést hvar hjartað liggur ;)

1 comment:

Anonymous said...

haha fyndið að raka snöggan tjúa :)

Kristín og voffarnir