Ég er búin að komast að því að ég er með meðfædda hundasnyrti hæfileika. Ég fék þvílík hrós í dag fyrir ver unnin störf. Ég fékk að spreita mig á minni fyrstu Standard Poodle í dag. Ég átti að móta pom pomið (nest á fótunum) á henni, topknotið (ofaná hausnum) og nyrta aðeins hér og þar. Málið er það að önnur kona sem er komin mun lengar en ég og er að taka lengra nám en ég var einig að gera sína fyrstu Standard Poodle í dag. Hún þurfti þvílíka hjálp við að móta pom pomið á sínum hundi og var á tímabili með báða kennarana yfir sér að útskýra fyrir henni hvernig hún ætti að gera þetta. Ég aftur á móti fékk einn kennara sem sagði mér einusinni hvernig ég færi að þessu og eftir það fékk ég bara hrós um hvað ég væri rosalega laginn eða eins og þær sögðu "You just have it". Þær gjörsamlega leifðu mér bara ða gera þetta alveg ein og komu einstaka sinnum og sögðu mjög vel gert hjá þér haltu bara áfram. Ég náttúrulega var alveg að rifna úr stolti enda voru fögru orðin um mig ekki spöruð. Þannig að það má með sanni segja að ég hafi staðið mig vel í dag og er ég ánægð með það.
Annars fékk ég alveg frábærar fréttir frá Helgu minni um að hún væri líklega ekki að yfirgefa landið gyrr en í janúar eins og ég sem þýðir bara eitt.... Gleði. Ég fæ að hafa hana hjá mér þangað til ég flyt út :D.
En ég kveð ykkur ekki myndalaus en hér fáið þið myndir af tveim hundum sem ég gerði í dag.
Guð blessi ykkur Kær kveðja Fjóla
p.s. það eru 4 dagar þangað til tengdó koma og 10 þangað til Davíð kemur :D!!!!!!
Spennandi tímar framundan
11 years ago
3 comments:
Frábært að sjá hvað þér gengur vel! Til hamingju ;)
Er hér á ströndum með afa þínum og Lúlla bróður hanns... hér eru myndir í þessum Linkum.
http://farm3.static.flickr.com/2261/2488826217_924a25b035_o.jpg
http://farm3.static.flickr.com/2413/2488027774_451f980c8a_o.jpg
Ef þú ert með www.flicker.com þá getur þú fengið að sjá fl. myndir en eg er með þær margar á fjolskyldu stillingu svo gestir sjá ekki allar myndirnar.
Vá flottir hjá þér já soldið spes að láta klippa hvíta svona ;)
Kristín
Post a Comment