Thursday, May 01, 2008

Í dag var fínn dagur. Ég byrjaði að klippa með skærum :D!!!!! Það þýðir að ég er núna að fara að byrja á fullu að klippa fyrir alvöru móta klippingar og slíkt ;). Fyrsti hundurinn minn var Shih Tzu og var hann alveg rosalega góður við mig og var ég hinn alsæla með það. Annars á að vera brjálaður dagur á morgun þar sem að þó nokkrir verða ekki í skólanum en alveg uppbókaður dagur með hundum þannig að þá þarf að vinna hratt og vel til að klára alla hundana.
Annars þarf ég að fara að læra núna er að fara í mitt fimmta próf á morgun og svo ætla ég að klára að skrifa ritgerð um Chihuahua um helgina ef ég mögulega get.
Annars er gaman að segja frá því að það eru aðeins 15 dagar þangað til tengdapabbi og mamma ásamt Benjamín og Guðlaugu koma og er ég alveg rosalega spennt. Ég er búin að skrifa niður fult af hlutum sem mig langar að gera þegar þau koma og annað sem ÞARF að gera þegar þau koma eins og t.d. hvar Á að borða og svona ;).
Ég fer væntanlega í vatnsrennibrautagarð með nokkrum úr skólanum ekki þessa helgi heldur næstu en meira um það síðar.

Kv Fjóla

Þetta er einn af kennurunum. Hún heitir Jovana. Þarna heldur hún á blota sem er búin til úr teijum. Það er ein stelpa í skólanum sem er búin að vera að búa til þennan bolta í 4 ÁR!!! JÁ SÆÆLLLLL hvar er hún búin að vera að smíða geimflaugar ;)

Þessi Doberman stelpa var einn af hundunum mínum í dag alveg rosalega lagleg og fín eftir baðið sitt

Þetta er svo tilraunadýrið mitt ;). Hvað finnst ykkur ekki flott puppy cut?

6 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu :)

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Hæ Fjóla. Gaman að lesa bloggið þitt, veit hvar eg vísa kúnnunum mínum í hundasnyrtingu ef þu kemur einhvern timann heim aftur ;)

KV Thelma dóttir Robba og Helgu
www.thelmadogg.bloggar.is

Helga said...

Svaka flott klippingin :) Væri gaman að sjá hvernig Fróði tæki sig út með svona puppy cut ;)
Knús, Helga og Fróði

Anonymous said...

hæ skvís var að sjá mynd af ykkur Mola í blaðinu dýrin okkar ( heitir það ekki það?)allavega ótrúlega flott mynd af ykkur :)
ætlið þið kannski í wet and wild? jeee það er geggjaður vatnagarður :)

kv Berglind

Helga said...

Já, Fjóla. Ég gleymdi að segja þér að ég keypti fyrir þig Dýrin mín blaðið, svona just in case að enginn annar hafi gert það ;)

Fjóla Dögg said...

Takk elsku bestasta Helgan mín.

Berglid ég er ekki að fara í hann heldur annan alveg glæ nýjan garð sem er tengist Sea World og heitir Aqatica