Thursday, September 28, 2006
Lúthersk hjónahelgi um helgina
Ástæðan fyrir því að við erum að fara á helgina er sú að mamma hans Tomma vinar okkar vildi bjóða okkur að koma. Málið er það að eina leiðin til að komast á svona helgi er ef einhver sem er í þessum hópi bjóði þér. Einnig sagði hún að hún væri alveg viss um það að við værum í góðu og traustu hjónabandi og það þarftu ða hafa líka til að fara. Þessi helgi er ekki gerð fyrir hjónabönd sem eru í rústi þetta er ekki helgi sem er gerð til að laga hjónabönd.
Við Davíð fórum til Jón og Riss í gær í kvöldmat þar sem vikulegi hittingurinn okkar klúðraðist vegna þess að við erum að fara á helgina. Við fengum fisk og Meeko og Moli fengu að leika. Eins og venjulega spjölluðum við um heima og geima og fórum mun seinna heim en við ætluðum.
Mig langaði að benda þeim á sem ekki hafa lesið bloggið þeirra Marisu og Jóns að kíkja þangað. Marisa er að tjá sig um kirkjuna á Íslandi í dag og ég er svo sammála því sem hún er að segja.
Ég hef þetta ekki lengra í dag
Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla Dögg
Friday, September 22, 2006
Komin heim :D og fult að gera um helgina
Á sunnudaginn er planið að fara í mat til tengdó og fá bonelass ribbs sem mér finnst nú soldið undarlegt að sé til ;). Annars segi ég bara góða helgi gott fólk og hafið að gott.
Kveðja Fjóla
Wednesday, September 20, 2006
Boot camp og langþráð heimferð
Við Davíð gerðumst það gróf á dögunumn þegar ég fékk póst um það að verið væri að bjóða nemum við Háskóla Íslands í Boot camp að skrá okkur. Við fórum í fyrsta tíman í gær og men oh men hvað það var svakalegt. Þetta er 6 vikna prógram 3 í viku kl 7 á morgnana með matardagbók og kostar 12000 kr. Ég ætla rétt að vona að við verðum komin í sjúklegt form eftir þetta og þá jafnvel bætum við við okkur 6 vikum í viðbót.
Annars er það annað að frétta að bráðum förum við heim í Brúnastekkinn loksins. Við erum búin að vera hér í næstum tvær vikur og er maður farin að sakna þess að vera ekki heima. Annars hef ég fátt annað að segja en tími er kominn til fyrir mig að fara að lesa heima fyrir næstu viku.
Bið að heilsa ykkur
Kveðja Fjóla Dögg
Friday, September 15, 2006
Helgin frammundan
Við Davíð vorum að skrá okkur í dag í Boot Camp í Háskólaíþróttahúsinu. Námskeiðið verður í 6 vikur kostar 12.000 kr og er þrisvar í viku eða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 7-8 á morgnana og á laugardögum kl 9-10 á morgnana þannig að það á að taka á því eins og mér finnst erfitt að gera leikfimi á mornana ;). Allir sem eru í Háskóla Íslands oghafa áhuga á ða fara í Boot Camp endilega skrá sig.
Annars óska ég öllum góðrar helgi.
Knús og koss
Kveðja Fjóla
Thursday, September 14, 2006
Lukas Rossi sygurvegari Rock Star
Ég hef fátt annað að segja en bara til hamingju til Magna að hafa komist svona langt og að mínu mati ert þú með lang bestu og sterkustu röddina en Lukas sigraði og ég óska honum því til hamingju með það.
Monday, September 11, 2006
Fyrsti venjulegi dagurinn í skólanum í dag
Annars hef ég allt gott að segja fíla mig í fornleifafræðinni og hef það bara gott. En ég frétti núna um helgina ða hann Tommi minn hafi fengið fyrir hjartað og hafði verið fluttur í sjúkrabíl uppá spítala í London fyrir skömmu en það var útaf stressi. Ég segi því bara elsku Tommi minn viltu passa þig litli kall og við Davíð munum hafa þig í bænum okkar og biðjum þess að þú verðir í lagi og hægir aðeins á þér ;).
Ég kveð að sinni
Fjóla fornleifanörd
Friday, September 08, 2006
Fornleifafræði ferð.
Jæja ég segi ykkur kanski meira seinna meir en hef það ekki lengra í bili.
Kveðja Fjóla Dögg
Monday, September 04, 2006
Matarboð í gær hjá Jóni og Riss
Ég þarf núna að fara ða gera mig alveg endanlega til fyrir ferðina en ég bið að heylsa ykkur og óska ykkur góðrar viku.
Love you guys
Kveðja Fjóla
Myndir frá laugardeginum
Jæja þarna eru Bára og Ásgeir ynndi. Þau sátu líka með okkur á borði og héldu uppi stemmaranum :D.
Keith Reed stóð fyrir skemmtilegum leik sem hann lét alla á háborðinu taka þátt í, en hann fól í sér að einn burjaði að gera eina hrefingu næsti tók við henni og bjó til aðra en leikurinn heitir "Þekkir þú hann Jón" þá svarar þú "hvaða Jón?" þá er svarað "Jón sem gerir svona (hreyfing)"
Ólöf Inger og Heiðrún fengu Jón bróssa til að koma og taka með sér eitt af þeim lögum sem var ódauðlegt hjá Jóni og þá sérstaklega þegar Marisa var enn í Bandaríkjunum. Það er lagið Ant no sunschine when she´s gon (kann ekki alveg að skrifa það). Þetta var alveg ofsalega flott þar sem Kiddi tók líka þátt í söngnum.
Ég læt þetta nægja í bili.
Annars hef ég það að segja að ég mun líklega ekkert blogga fyrr en í fyrstalagi á föstudag þar sem ég er ða fara í fimm daga ferð upp í Skálholt með Fornleifafræði hópnum mínum. Ég segi því bara heyri betur frá ykkur á föstudaginn.
Bless bless Fjóla Dögg
Sunday, September 03, 2006
Marisa og Jón eru hjón... aftur ;)
Atöfnin byrjaði klukkan þrjú og var hún alveg frábær. Ranveig söng og einnig tók Ólöf og Heiðrún lag saman. Davíð minn, Dagný og Ásgeir lásu ritningarvess sem brúðhjónin höfðu valið og svo endaði Keith Reed á að syngja Faðir vor ofsalega fallegt. Kjartan sagði mörg mjög falleg og vel valin orð til brúðhjónana.
Eftir atöfnina fóru allir og óskuðu brúðhjónunum til hamingju skálað í eplasíter á meðan beðið var eftir að salurinn yrði tilbúinn. Svo vor boðið til sætis og allir fóru á sitt borð. Einar Helgi og Hjördís voru veislugestir og stóðu þau sig með bríði. Þau sögðu einn skemmtilegan brandara sem á soldið við mig ;) hann er svona "Það er gott ða eiga mann sem er fornleifafræðingur því með hverju árinu sem líður þá finnst honum konan sín alltaf verða meira og meira spennandi".
Jæja þá byrjaði ballið við fengum að borða kökur og brauðrétti sem var ofsalega fínt. Það varu skemmtiatriði nokkur Davíð og Ásgeir sáu um að sýna myndband frá því að þeir steggjuðu Jón og þrátt fyrir að það vantaði hljóð varþað mjög skemmtilegt. Við Davíð ákváðum að segja smá vel valin orð til brúðhjónana og vonum við að það vara vel liðið.
Eftir veisluna var boðið þeim sem vildu heim til Kjartans og Valdísar í smá lofgjörðar stemmara þar sem Halla og Siggi sáu um tónlistina og allir sungu saman mjög þagileg og róleg stefning. Við Davíð vorum komin heim um hálf ellefu leititð og þar tók á móti okkur mjög spenntur hundur sem var búin að vera einn allan daginn.
Í kvöld er svo stefnan tekin heim til Marisu og Jóns í mat og ég fer svo seinna um kvöldið að hitta Söngspírurnar mínar.
p.s. I just want to say thanks for everything to Marisa and Jón. We love you guys.
Kveð að sinni Fjóla.
Saturday, September 02, 2006
Afmæli hjá Tinnu í gær
Friday, September 01, 2006
Háskólinn fer að byrja :D
Ég hef það ekki lengra að sinni. Hafið þið það gott.
Kveðja Fjóla