Thursday, September 28, 2006

Lúthersk hjónahelgi um helgina

Þá er komið að því að við förum á hjónahelgina. Ég er svona á báðum áttum hvort við eigum að fara eða ekki bara vegna þess að mér finnst allt þetta leindarmál sem er í kringum þetta og það að við verðum að vera þarna alla helgina og meigum ekkert fara eða neitt finnst mér hálf bjánalegt. En á hinn bóginn erum við að fara að tala um hjónabandið og Guð í hjónabandinu vona ég og það er alltaf gott og nauðsynlegt. Einnig fáum við að vera á Hóteli yfir alla helgina og borða góðan mat. En aðal ástæðan fyrir því að ég fer er auðvita til að vera með Davíð og eiga góða helgi með honum og njóta þess að vera til.
Ástæðan fyrir því að við erum að fara á helgina er sú að mamma hans Tomma vinar okkar vildi bjóða okkur að koma. Málið er það að eina leiðin til að komast á svona helgi er ef einhver sem er í þessum hópi bjóði þér. Einnig sagði hún að hún væri alveg viss um það að við værum í góðu og traustu hjónabandi og það þarftu ða hafa líka til að fara. Þessi helgi er ekki gerð fyrir hjónabönd sem eru í rústi þetta er ekki helgi sem er gerð til að laga hjónabönd.
Við Davíð fórum til Jón og Riss í gær í kvöldmat þar sem vikulegi hittingurinn okkar klúðraðist vegna þess að við erum að fara á helgina. Við fengum fisk og Meeko og Moli fengu að leika. Eins og venjulega spjölluðum við um heima og geima og fórum mun seinna heim en við ætluðum.
Mig langaði að benda þeim á sem ekki hafa lesið bloggið þeirra Marisu og Jóns að kíkja þangað. Marisa er að tjá sig um kirkjuna á Íslandi í dag og ég er svo sammála því sem hún er að segja.

Ég hef þetta ekki lengra í dag
Guð blessi ykkur
Kveðja Fjóla Dögg

Friday, September 22, 2006

Komin heim :D og fult að gera um helgina

Þá erum við aftur flutt heim hress og kát og sæl. Linda og Sveinbjörn komu heim í morgun færandi hendi með kjúklingabringur, kalkúnaálegg og kalkúna bringur. Það er alveg haugur af drasli úti í bíl sem á enþá eftir að taka inn en ég ætla að bíða eftir því að Davíð komi heim til að hjálpa mér að bera allt draslið inn. Í kvöld koma Marisa og Jón í vikulegan kvöldmat og er planið að hafa fiskrétt og einhvað holt og gott í desert (ef það er til ;)). Á morgun er svo komið að svinddegi þar sem við Davíð höfum staðið okkur svo sjúklega vel í matardagbókinni okkar sem við fengum í Boot Camp. Þá er planið að fara á Stælinn, vonandi með Riss og Jóni, fá sér ís og kaupa köku í Bónus á tilboði.
Á sunnudaginn er planið að fara í mat til tengdó og fá bonelass ribbs sem mér finnst nú soldið undarlegt að sé til ;). Annars segi ég bara góða helgi gott fólk og hafið að gott.

Kveðja Fjóla

Wednesday, September 20, 2006

Boot camp og langþráð heimferð


Við Davíð gerðumst það gróf á dögunumn þegar ég fékk póst um það að verið væri að bjóða nemum við Háskóla Íslands í Boot camp að skrá okkur. Við fórum í fyrsta tíman í gær og men oh men hvað það var svakalegt. Þetta er 6 vikna prógram 3 í viku kl 7 á morgnana með matardagbók og kostar 12000 kr. Ég ætla rétt að vona að við verðum komin í sjúklegt form eftir þetta og þá jafnvel bætum við við okkur 6 vikum í viðbót.
Annars er það annað að frétta að bráðum förum við heim í Brúnastekkinn loksins. Við erum búin að vera hér í næstum tvær vikur og er maður farin að sakna þess að vera ekki heima. Annars hef ég fátt annað að segja en tími er kominn til fyrir mig að fara að lesa heima fyrir næstu viku.

Bið að heilsa ykkur

Kveðja Fjóla Dögg

Friday, September 15, 2006

Helgin frammundan

Jæja gott fólk þá er komin helgi. Það verður nóg að gera hjá okkur hérna á Aflagrandanum eins og venjulega en það er bara gaman. Planið er að fara í bíó í kvöld með dúllunum okkar Báru og Ásgeiri á vonandi Lady in the Water þar sem mig langar svo að sjá hana. Á morgun er svo planið að byrja daginn á því að fara á hlöðuna og læra fyrir næstu viku í nokkra klukkutíma og koma svo heim og slappa af og hafa það kósí. Við erum búin ða bjóða Jóni og Riss í heimsókn að horfa á mynd þannig að það er aldrei að vita að þau láti sjá sig. Á sunnudaginn verður svo kaffiboð hjá okkur fyrir kirkju þar sem ég ælta að baka Gulrótaköku uppáhaldið mitt, Davíðs og Riss og svo hina einu sönnu Lúxusfléttu sem er alveg sjúklega góð og hrillilega fitandi ;).
Við Davíð vorum að skrá okkur í dag í Boot Camp í Háskólaíþróttahúsinu. Námskeiðið verður í 6 vikur kostar 12.000 kr og er þrisvar í viku eða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 7-8 á morgnana og á laugardögum kl 9-10 á morgnana þannig að það á að taka á því eins og mér finnst erfitt að gera leikfimi á mornana ;). Allir sem eru í Háskóla Íslands oghafa áhuga á ða fara í Boot Camp endilega skrá sig.
Annars óska ég öllum góðrar helgi.

Knús og koss
Kveðja Fjóla

Thursday, September 14, 2006

Lukas Rossi sygurvegari Rock Star

Þá er það búið og Lukas kom út sem sigurvegari og held ég að það sé bara rétt val hjá Supernova þar sem hann fellur lang best inn í þennan hóp manna. Kvöldið í gær var sangjant varðandi það að Magni lenti í fjórða sæti, hann var frábært og er frábær en hann var ekki sá rétti fyrir Supernova. Þrátt fyrir það er ég með það nokkurvegin á hreinu að það kosningin hafi ekki farið eins og það var sýnt framá í gær þar að segja að Magni og Toby væru tveir neðstu og Dalana og Lukas væru efst allavegana ekki miðað við hvernig þetta hefur verið að fara í sýðustu tveimur þáttum og miðað við að við hérna heima jukum sms kosninguna (takið eftir sms kosninguna ekki að meðtöldu netinu) um 65%. Ég kem því með samsæriskenninguna um að Magni hafi veriðsettur í fjórða sætið til að geta losnað við hann sem fyrst vegna þess að hann hefði aldrei verið valin í hljómsveitina.
Ég hef fátt annað að segja en bara til hamingju til Magna að hafa komist svona langt og að mínu mati ert þú með lang bestu og sterkustu röddina en Lukas sigraði og ég óska honum því til hamingju með það.

Monday, September 11, 2006

Fyrsti venjulegi dagurinn í skólanum í dag

Jæja þá er maður búin að fá smjör þefin af því hvernig þetta verður hjá manni í vetur. Ég fór nú reyndar bara í einn tíma þar sem kennarinn í Skandinafískri fornleifafræði var veikur en í staðin sit ég hérna á Hlöðunni og er að byrja lesa fyrir næstu viku. Það verður mjög mikið að gera hjá okkur Davíð í þessari viku sem er nú samt bara alveg ágætt. Við erum að flitja í 10 daga á Aflagrandan til að passa Benjamín og Guðlaugu. Jón Magnús á svo afmæli núna á miðvikudaginn og er okkur boðið í smá afmælis mat heima hjá skötuhjúunum. Það er líka komið að því að taka sig á í sambandi við mataræði og hreyfingu eftir sumar hámelsi og leti. Á sunnudaginn verður líka matarboð heima hjá Tinnu þannig að það vantar ekki að vikan verður alveg troðin þegar maður bætir því svo inn að maður þarf að vinna og læra líka.
Annars hef ég allt gott að segja fíla mig í fornleifafræðinni og hef það bara gott. En ég frétti núna um helgina ða hann Tommi minn hafi fengið fyrir hjartað og hafði verið fluttur í sjúkrabíl uppá spítala í London fyrir skömmu en það var útaf stressi. Ég segi því bara elsku Tommi minn viltu passa þig litli kall og við Davíð munum hafa þig í bænum okkar og biðjum þess að þú verðir í lagi og hægir aðeins á þér ;).

Ég kveð að sinni

Fjóla fornleifanörd

Friday, September 08, 2006

Fornleifafræði ferð.

Þá er maður mættur aftur heim í Reykjavíkina eftir 5 daga veru í Skálholti. Það var mikið sem var gert yfir þennan stutta tíma en við unnum frá 9-17 á daginn sama hvernig veðrið var. Við lentum í nokkrum slæmum veðráttum en einnig fengum við góðan dag sem var alveg frábært góð tilbreyting frá því að liggja á hnjánum í drullupolli og leðju og moka eins og vitlisingur. Dagurinn í dag var samt allra vestur það var hávaða rok og grenjandi rignig. Við unnum reyndar bara fram að hádegi en það sem við þurftum að gera var að tyrfa yfir það sem við vorum að vinna í til að veturinn eiðileggi ekki allt það sem við vorum að vinna í. Að tyrfa (eða setja grasþökur yfir vinnusvæðið okkar) er EKKI auðvelt, þökurnar eru alveg níþungar og enn vera þegar það rignir á þig stanslaust og þú fýkur næstum með sleipar þökurnar. Við vorum samt ekki mjög lengi að þessu þar sem við vorum þó nokkur og okkur varð ekki kalt þar sem við unnum í okkur hita.
Jæja ég segi ykkur kanski meira seinna meir en hef það ekki lengra í bili.

Kveðja Fjóla Dögg

Monday, September 04, 2006

Matarboð í gær hjá Jóni og Riss

Okkur Davíð var boðið í mat til Jóns og Marisu í gær og fengum við svona líka góðan lax og í eftirrétt einn af frægu seikunum hans Jóns. Við spjölluðum og byrjuðum að horfa á V for Vandetta en svo tókuim við pásu á henni þar sem ég þurfti að fara yfir til Guðnýjar vinkonu að hitta söngspírurnar mínar. Ég ætlaði að kveðja Jönu en hún ákvað að fara frekar í flug en koma eða koma mjög seint. Ég var þar í rúman klukkutíma en fór svo aftur yfir til Jóns og Riss þar sem við kláruðum að horfa á myndina, sem by the way war alveg ofsalega góð, og svo spjölluðum við lítilega áður en við Davíð skelltum okkur heim til að verða ekki of þreytt fyrir daginn í dag.
Ég þarf núna að fara ða gera mig alveg endanlega til fyrir ferðina en ég bið að heylsa ykkur og óska ykkur góðrar viku.

Love you guys

Kveðja Fjóla

Myndir frá laugardeginum

Þarnar er verið að staðfesta giftingu þeirra, en Kjartan sá um það hér eins og úti á San Diego.

Jæja þarnar eru dúllurnar að fara að skera brúðartertuna. En þetta var súkkulaði bomba sem var alveg ofsalega góð.
Þarna eru Berglind og Jón Ómar sem sátu með okkur á borði. Við sátum á borðinu sem hét "Kærleikurinn vonar allt".

Jæja þarna eru Bára og Ásgeir ynndi. Þau sátu líka með okkur á borði og héldu uppi stemmaranum :D.

Keith Reed stóð fyrir skemmtilegum leik sem hann lét alla á háborðinu taka þátt í, en hann fól í sér að einn burjaði að gera eina hrefingu næsti tók við henni og bjó til aðra en leikurinn heitir "Þekkir þú hann Jón" þá svarar þú "hvaða Jón?" þá er svarað "Jón sem gerir svona (hreyfing)"

Ólöf Inger og Heiðrún fengu Jón bróssa til að koma og taka með sér eitt af þeim lögum sem var ódauðlegt hjá Jóni og þá sérstaklega þegar Marisa var enn í Bandaríkjunum. Það er lagið Ant no sunschine when she´s gon (kann ekki alveg að skrifa það). Þetta var alveg ofsalega flott þar sem Kiddi tók líka þátt í söngnum.

Ég læt þetta nægja í bili.

Annars hef ég það að segja að ég mun líklega ekkert blogga fyrr en í fyrstalagi á föstudag þar sem ég er ða fara í fimm daga ferð upp í Skálholt með Fornleifafræði hópnum mínum. Ég segi því bara heyri betur frá ykkur á föstudaginn.

Bless bless Fjóla Dögg

Sunday, September 03, 2006

Marisa og Jón eru hjón... aftur ;)

Jæja þá er íslenska brúðkaupið svo kallaða búið. Það var alveg ofsalega gaman, fullt af fólki sem maður þekkir og allt svo fallegt. Við Davíð mættum fyrst allra gesta klukkan hálf þrjú og náðum að segja örstutt hæ við Marisu áður en allt fór á fullt.
Atöfnin byrjaði klukkan þrjú og var hún alveg frábær. Ranveig söng og einnig tók Ólöf og Heiðrún lag saman. Davíð minn, Dagný og Ásgeir lásu ritningarvess sem brúðhjónin höfðu valið og svo endaði Keith Reed á að syngja Faðir vor ofsalega fallegt. Kjartan sagði mörg mjög falleg og vel valin orð til brúðhjónana.
Eftir atöfnina fóru allir og óskuðu brúðhjónunum til hamingju skálað í eplasíter á meðan beðið var eftir að salurinn yrði tilbúinn. Svo vor boðið til sætis og allir fóru á sitt borð. Einar Helgi og Hjördís voru veislugestir og stóðu þau sig með bríði. Þau sögðu einn skemmtilegan brandara sem á soldið við mig ;) hann er svona "Það er gott ða eiga mann sem er fornleifafræðingur því með hverju árinu sem líður þá finnst honum konan sín alltaf verða meira og meira spennandi".
Jæja þá byrjaði ballið við fengum að borða kökur og brauðrétti sem var ofsalega fínt. Það varu skemmtiatriði nokkur Davíð og Ásgeir sáu um að sýna myndband frá því að þeir steggjuðu Jón og þrátt fyrir að það vantaði hljóð varþað mjög skemmtilegt. Við Davíð ákváðum að segja smá vel valin orð til brúðhjónana og vonum við að það vara vel liðið.
Eftir veisluna var boðið þeim sem vildu heim til Kjartans og Valdísar í smá lofgjörðar stemmara þar sem Halla og Siggi sáu um tónlistina og allir sungu saman mjög þagileg og róleg stefning. Við Davíð vorum komin heim um hálf ellefu leititð og þar tók á móti okkur mjög spenntur hundur sem var búin að vera einn allan daginn.
Í kvöld er svo stefnan tekin heim til Marisu og Jóns í mat og ég fer svo seinna um kvöldið að hitta Söngspírurnar mínar.

p.s. I just want to say thanks for everything to Marisa and Jón. We love you guys.

Kveð að sinni Fjóla.

Saturday, September 02, 2006

Afmæli hjá Tinnu í gær

Þarna er Prinsessa kvöldsins Tinna Rós 20 ára þann 24. ágúst 2006
Okkur Davíð var boðið í afmælis dansipartý hjá Tinnu vinkonu í gær. Fult af fólki mætti og það var heljarinnar stemmari. Við Davíð vorum svo klár að taka með okkur myndavélina og smelltum af nokkrum myndum.
Það var sólgleraugna og sápukúlu þena þannig að maður fékk að sjá mörg spennandi gleraugu. Bára mætti með gömlu gleraugu ömmu sinnar sem slógu rækilega í gegn.
Þarna er ég að spóka mig með þau í eldhússtemmara þá um kvöldið.
Eins og sjá má var þvílíkt stuð á gólkinu ég og Ásgeir
ákváðum að festa fjörleikan á filmu til þess að það færi alveg öruglega ekki fráhjá neinum. Ég verð að viðurkenna að ég er eins og grís á þessari mynd en hvað með það það er bara stemmari.
Þarna er kallinnn minn með Spoungs Bob hatinn og brjáluðu Báru gleraugun. Þessi kall er náttúrulega sætasti kallin í geyminum ;).
Jæja ég læt þetta nægja í bili. Bið bara að heylsa ykkur.
Þá er stefnan bara lögð í Brúðkaupsveislu hjá Jóni og Marisu í dag kl 15 og maður þarf að gera sig til fyrir það.
Bless í bili
Kveðja Fjóla Dögg.

Friday, September 01, 2006

Háskólinn fer að byrja :D

Jæja þá er maður að fara í kynningu hjá Hugvísindadeild og hjá Fornleifafræðinni sjálfri eftir smá stund. Það er ekki laust við að maður sé orðin soldið spenntur enda mjög spennandi nám framundan. Í kvöld er svo afmælispartý hjá Tinnu vinkonu og Brúðkaup á morgun hjá Jóni og Marisu. Eftir helgina fer ég svo upp í Skálholt og verð þar alla vikuna eða fram á föstudag vegna þess að fyrstu tímarnir mínir er Fornleifafræði á vettvangi. Ég þarf því að pakka ofaní tösku fötum og öðrum nauðsinjum og hafa allt tilbúið fyrir ferðina austur.

Ég hef það ekki lengra að sinni. Hafið þið það gott.

Kveðja Fjóla