Loksins loksins erum við á leið til Flórída. Því miður komumst við ekki í október eins og planið var þar sem það hefði kostað okkur hönd og fót að komast þangað en við erum búin að kaupa miða í lok janúar og nánast út febrúar :D.
Pabbi og mamma eru úti núna og eru það að skemmta sér konunglega í alskonar húsadundi :D.
En ég er með nokkrar myndir af prinsinum sem ég ætla að setja inn og þá sérstaklega fyrir afa og ömmu á Flórída ;D.
Mér finnst hann breyhtast með hverjum deginum og er orðin svo rosalega stór :D
Sæti minn með hundinn sinn
Silfur bólur en hann gerir sko ekki lítið af þeim þesa dagana (slefar í lítratali ;D)
Ég þurfti aðeins að taka til inni í eldhúsi og á meðan sat Salómon Blær í stólnum sínum og flygdist með ;D.
Knúsar og vonandi eigið þið öll frábæra helgi :D
Fjóla, Davíð, Moli og Salómon Blær
2 comments:
Hann er doldið mikið sætastur hannn Salomon Blær :)
Kristín
Takk fyrir æðislegar myndir. Vonandi ertu að verða hressari. Elskum ykkur. Silfurslefið er snilld!
Kveðja frá ömmu og afa!
Post a Comment