Sunday, September 09, 2012

Fréttir af okkur

Það er nóg að gera hjá okkur eins og alltaf. Ég er búin að ná ða klára að baka öll 200+ skinkuhronin sem ég ætlaði að gera og allar gulrótarkökurnar fyrir blessunina hjá litla kalli en ætla í vikunni að klára gulræturnar sem ég fékk frá Sigrúnu frænku og Ingólfi, en ég ætla bara að baka fleyri gulrótar kökur til að setja og eiga í frystinum :D.
Kristín viknona kom með ylfu og Arisi í heimsókn á föstudaginn og við fórum í labbitúr með voffana en Moli gjörsamlega tapaði sér hann var svo glaður að sjá vinkonur sínar aftur eftir ALLT OF langa pásu, ég stefni að því að fara með strákana mína í smáhundagöngu eins fljót og hækt er ogveðrið er nógu gott til að hafa litla kall í poka framan á mér ;D. 
Annars kíktum við á hann Snorra sem er með ungabrasund hérna í Mosfellsbænum en við ætlum að fara til hans þegar prinsinn er orðinn nógu gamall. Það var alveg rosalega gaman að sjá alla krakkana og hvað þeim fanst gaman í sundinu. Snorri er náttúrulega algjör snillingur og krakkarnir eru alveg dolfallin yfir þessum skrítna skemmtilega kalli ;D. Ég hlakka svo rosalega til að fara með kallinn og er svona að vonast til þess að ég geti platað Dísu og Adrían Breka að koma með okkur það væri GEGJAÐ :D. Við erum strax byrjuð að æfa prinsinn fyrir tímana en hann á að liggja á maganum í 15-20 mín á dag til að æfa bakið og svo þegar hann fer í bað að að kreysta yfir hausinn á honum þvokapoka fullan af vatni en fyrst teljum við upp að þremur og blásum svo framan í hann til að hann haldi inni andanum ;D.
En nóg með blaður hér koma nokkrar myndir frá síðastliðnum dögum. 

 Litli Bangsímoninn okkar ;D

 Töffari með I love Mommy snuddu og í Calvin Klein samfellunni sinni frá Kristínu :D

 Ég get sko alveg setið í matar stólnum þrátt fyrir að vera bara tæplega 6 vikna 

 Ljósið hennar mömmu sín í baði

 ohh svo gott

 Bræðurnir tóku smá kúr stund áður en við fórum í kirkju í morgun

 Moli alveg ullu afslappaður ;D

 Strákarnir mínir

 Fallegasti

 ohhhh.... ;D

 Moli að kyssa litla bróður

 Allir svo sætir :D

 Bræðurnir eða litla babyið og loðna babyið ;D

Annars er það helst í fréttum að litli STÓRI strákurinn okkar er búin að sofa núna TVÆR nætur í  herberginu sínu í sínu eigin rúmi og stendur sig SVOOOOO vel :D

Knúsar 

Fjóla og co

1 comment:

Anonymous said...

Þessi strákur er notlega bara algjör engill hann er svo fallegur og yndislegur þið eruð heppinn með hann og hann með ykkur.

Knús Kristín