Ég er búin að vera að með einhverja flensu sem náði hámarki á sunnudaginn og er núna (vona ég) að fara hækt og rólega :S. Ég er að vona að Salómon Blær hafi náð að sleppa við þessa flensu frá mér að mestu en það hafa komið smá grísa hljóð frá honum sem ég vona að fari að hætta.
Annars erum við Salómon og Moli búin að eiga góðan dag. Við fengum Benjamín og Lindu í heimsókn, fórum í labbitúr og erum búin að gera fult af bakæfingum til að gera okkur tilbúin fyrir sundið sem byrjar vonandi í lok næsta mánaðar :D. Á morgun verður biblíu les hópur heima hjá okkur með Berglindi og Jóni Ómari sem ég hlakka mikið til enda alltaf gaman að fá þau í heimsókn :D.
En ég smelti af nokkrum myndum af strákunum mínum í morgun og vildi deila þeim með ykkur :D.
Salómon Blær á fullu að gera bakæfingar og Moli að passa upp á að allt fari rétt fram ;D
Það er eitthvað hrillilega fyndið við þessa mynd ef þið bara stoppið aðeins og horfið á hana ;9
Knúsar á ykkur og Guð veri með ykkur.
No comments:
Post a Comment